Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 147
JAKOB BENEDIKTSSON
Dagbókarblöð úr Kínaferð
Nýlega fór sendinefnd íslenzkra menntamanna og stjómmálamanna til Kína {
boði kínversku stofnunarinnar sem annast menningartengsl við erlendar þjóðir.
Nefndina skipuðu Björn Þorsteinsson sagnfrœðingur, Bragi Sigurjónsson rit-
stjóri, Brynjólfur Bjamason fyrrum alþingismaður, Jakob Benediktsson, Jón
Helgason prófessor, Jörundur Brynjólfsson fyrrum forseti sameinaðs þings,
Kristján Bender rithöfundur, Magnús Jónsson prófessor og Ólafur Jóhannesson
prófessor. Nefndin dvaldist í Kína
Nanking, Shanghai og Hangchow.
Fólk
að voru mikil viðbrigði fyrir okk-
ur sendinefndarmenn þegar við
komum út úr flugvélinni á flugvellin-
um í Peking nokkru eftir hádegi 11.
september síSastliSinn. ViS höfSum
lagt af staS frá írkútsk snemma
morguns, stigið upp í vélina lítt sofn-
ir í hrollköldu veðri en hér komum
við út í sólskin og sterkjuhita. Þetta
voru þó ekki mestu viðbrigðin, held-
ur allt það sem fyrir augun bar.
Græna sléttlendið kringum flugvöll-
inn, ótrúlega þéttbýlt, höfðum við séS
úr lofti, en nú hittum við fyrstu full-
trúa fólksins sem þarna býr. Lítill
hópur manna tók á móti okkur, vin-
gjarnlegt fólk og elskulegt; meðal
frá 11. sept. til 5. okt. og ferðaðist m. a. tU
þeirra tvö andlit sem ég kannaðist
við: túlkurinn frú Tai Kan sem kom
til íslands í fyrra með óperuflokkn-
um kínverska, og túlkur kínversku
samvinnumannanna sem hingaS
komu í vor. Flugstöðin var öll iðandi
af fólki, en formsatriði ferðamanna
voru afgreidd meS lipurð og röskleik,
og á meðan drukkum við fyrstu te-
bollana af mörgum sem við áttum
eftir að innbyrða í þessu mikla te-
drykkjulandi.
Innan lítillar stundar vorum viS
komnir af stað inn til borgarinnar.
LandslagiS er flatt og fábreytilegt,
nema fjallahringurinn um sléttuna
sem öðruhverju grillir í milli húsa og
trjáa fram með veginum. En það sem
TÍMAKIT máls oc mennincar
241
16