Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 143

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 143
BRÉFASKIPTI á réttlæti og samúð, auka sjálfsþekkingu, sjálfstjórn, og markvísi í athöfn, en forða frá umburðarlyndi gagnvart lítilmennsku, grimmd, ranglæti og sýndarmennsku og til- gerð í menningarmálum.“ Þótt ýmislegt væri sameiginlegt með skoðunum Tolstoj og Shaw á þjóðfélags- málum og fagurfræði, skildi þannig fleira á milli. Shaw vildi skapa vaxandi jafnrétti manna á meðal meðfram þróun þjóðfélags- ins og mannanna, en Tolstoj með því að láta aðalinn semja sig að lifnaðarháttum alþýðunnar. Þessi skoðanamunur þeirra á þjóðfélgsmálum bergmálar í skrifum þeirra um fagurfræði. í upphafi ritdóms síns um ritgerð Tolstoj um listimar segir Shaw, að sér komi það undarlega fyrir sjónir, er fremsti skáld- sagnahöfundur samtíðarinnar setji fram skoðanir sínar á listum, að gagnrýnendur kosti kapps um að gera þær að athlægi, og kemst svo að orði: að þeim, er látið hafa glepjazt af öllum blekkingum siðmenning- arinnar, sé ekkert auðsærra en fávizka þeirra, sem séð hafa gegnum þær. Að lokum tekur Shaw undir þessi ummæli Tolstojs: „Hugsandi og einarðir menn geta ekki ef- azt um, að list yfirstéttanna geti verið list allrar þjóðarinnar,“ en hann bætir við að hafa verði sama fyrirvara um list alþýðu- etéttanna. Þegar Tolstoj frétti um þennan ritdóm Shaw, fékk hann áhuga á manninum og verkum hans. Þannig vildi til, að þeir Tol- stoj og Shaw áttu sameiginlegan vin, Ayl- mer Maude, þýðanda Tolstoj á ensku. Eitt einn sagði Maude Tolstoj frá leikritinu Blancho Posnet, sem þá var nýjasta leikrit Shaws. Það fjallar um mann einn, sem hneykslast á skinhelgi og hræsni máttar- stólpa þjóðfélags og kirkju og reynir aS brjóta allar forskriftir um dyggðugt líferni, en reynist það ofviða, því að hann er um alla hluti heilbrigður. Þetta leikritsefni féE Tolstoj vel í geð. Þá nokkru áður hafði Shaw sent Tolstoj leikritið M-enn og ofur- menni. Tolstoj þakkaði Shaw nú fyrir það með ódagsettu bréfi, en það er skrifað árið 1909. Bréfið er á þessa leið: Kæri Shaw, Afsakið vinsamlegast, að ég skuli ekki fyrr hafa þakkað yður bókina, sem þér send- uð mér með Maude. Við lestur hennar, — en þær málsgreinar, sem þér merktuð við, las ég með sérstakri athygli, — mat ég einkum mikils Handbók byltingamanns og ræður Don Juans í mEli- leiknum, — atvikin í víti, (þótt mér finnist sem það hefði betur sómt viðfangsefninu að vera tekið til meðferðar á annan hátt en í þætti, sem látinn er gerast af hendingu f gamanleik). Án hiks get ég fallizt á þá at- hugasemd Don Juans, að sá sé hetja, „sem reynir með íhygli að skynja eðlisvilja alls þess sem er ... og láta að vilja þeim eftir beztu getu“, — eða eins og ég orða það „að þekkja vilja guðs í sjálfum sér og breyta eftir honum“. Þá er mér mjög að skapi viðhorf yðar til siðmenningar og framfara og sú raunsanna athugun yðar, að siðmenning og framfarir fái ekki bættan hlut mannkynsins, hve lengi sem þær kunna að vara, nema mennimir sjálfir breytist. Það, sem okkur ber á milli, er aðeins þetta: að yðar dómi verður mann- kynið bætt með því móti, að alþýða manna umskapist í ofurmenni eða ofurmenni komi fram á sjónarsviðið; hins vegar er það álit mitt, að betmn mannkynsins geti aðeins átt sér stað með því að uppræta úr trúar- brögðunum, kristninni sem öðmm, öll þau æxli, sem afskræma þau, og þegar þeim, — samtaka í skilningi á því lífi, sem liggur til grundvallar öllum trúarbrögðum,— skilst eðlileg tengsl þeirra við sífelldan uppmna alls þess sem er og þau þiggja þá lífsleið- sögn, sem af þeim skilningi sprettur. 237
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.