Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 37
HEINRICH HEINE arra, harmar hans voru harmar mannsins. Hann varð skáld hins ein- mana manns í þjóðfélagi, sem hefur slitið öll mannleg bönd og gert við- skiptagildið eitt að tengslum manns og manns í milli. Fá skáld hafa orð- að betur umkomuleysi einstaklings- ins í borgaralegu þjóðfélagi en Heine í sonnettu til móður sinnar, Betty Heine: Die Liebe suchte ich auf allen Gassen, vor jeder Tiire streckt’ ich aus die Hande, und bettelte um g’ringe Liebesspende, — doch lachend gab man mir nur kaltes Hassen. Þessi ástheiti og ástríki unglingur leitaði alla ævi samúðar, viðurkenn- ingar, vináttu og ástar. Hann þurfti þessa með eins og fiskurinn vatns- ins. Þótt hann væri einstaklings- hyggjumaður framar flestum öðrum, þótt hann risi upp gegn samfélaginu með öllum þeim sjálfsþótta, er hin- um goðborna snilling var í brjóst laginn, þá leyndist djúpt í skaphöfn hans hin ríka þörf til að samlagast mönnunum, blanda geði við þjóðfé- lag samtíðarinnar. Þegar honum var ungum líkt við Byron og brugðið um tvístrun og klofning skaphafnar- innar, þá svaraði Heine: „Æ, kæri lesari, ef þú vilt kvarta um klofning, þá harmaðu það fremur, að heimur- inn er sjálfur klofinn í tvennt.“ Þessi heimur, sem Heinrich Heine var borinn í, var ekki aðeins tvíklof- inn, hann var margklofinn. Heine elzt upp undir hinum nýja arnarvæng frönsku byltingarinnar, stálpaður unglingur verður hann prússneskur þegn, er Rínarlönd voru innlimuð Prússlandi 1815. Heimsviðburðir sögunnar feykja honum inn í aftur- haldssamasta ríki Þýzka bandalags- ins, hins herskáa junkaradóms og hins sálarlausa konunglega prúss- neska skriffinnskuveldis. Og önnur ríki þýzka bandalagsins voru sízt betri, kannski lítið eitt smákvikindis- legri en Prússland sakir smæðar og vesaldóms. Þýzk borgarastétt var ekki til, heldur 36 borgarastéttir, jafnmargar ríkjum hins þýzka bandalags. Á Englandi og Frakk- landi hafði borgarastéttin brotizt til valda í blóðugum byltingum, háð borgarastyrjaldir og heimsstríð til að festa sig í sessi og sanna tilveru- rétt sinn. Þótt hún ætti enn í harðri glímu við hinar hálfdauðu gömlu yf- irstéttir jarðeignavalds og kirkju, og konungdóminn, sem var fulltrúi beggja, þá var þetta borgarastéttinni meira til afþreyingar en að hún berð- ist fyrir lífi sínu. Hún hafði þegar unnið sigur sinn í sögunni og grópað þjóðfélagið allt fangamarki sínu. Ef á þurfti að halda gat hún jafnan skotið máli sínu til „þjóðarinnar" og þurfti ekki að óttast, að kvaðningu hennar yrði ekki hlýtt. Hún gat enn komið fram í nafni þjóðarinnar vegna þess, að hún var holdtekja þj óðarhagsmunanna. 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.