Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 174
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ræði yfirleitt væri af skornum skammti.
Hann var meff öðrum orðum ekki nægi-
lega „vinstri-sinnaður"!
Hér er vitanlega ekki rúm til að gera
grein fyrir flókmim rökum þessara snjöllu
gagnrýnenda. En þess má þó geta til gam-
ans, að þegar BYLTINGAR-LEIKHÚSIÐ
í Moskvu sýndi „Rómeo og Júlíu“ árið
1933, var leiksýningunni fylgt úr hlaði
með marxískri sálkönnun á höfundi, þar
sem komizt var að þeirri niðurstöðu, að
máttur Shakespeares sem rithöfundar liggi
einmitt í eyðandi gagnrýni hans á kapital-
ismanum og því, hve miskunnarlaust hann,
sem fulltrúi gamla lénsskipulagsins, hafi
ráðizt á mútuþægni og ágirnd miðstétt-
anna!
En það er ósköp hætt við því, að frægð-
arsól Williams Shakespeares eigi sér enn
langan aldur, þegar slíkar vangaveltur um
afstöðu hans til þjóðfélagsmála eru löngu
gleymdar.
Það er vissulega mikill fencrur íslenzk-
um lesendum, að nú koma út þrjú leikrita
meistarans í nýjum, góðum þýðingum.
Þótt fara megi nærri um gæði þýðinga úr
erlendum málum við lestur og samanburð,
gildir það sérstaklega um þýðingar á leik-
ritum, að segja má, að þær hafi vart stað-
izt próf sitt fyrr en leikritið hefur verið
mælt af munni fram á réttum vettvangi,
leiksviðinu. Það vill nú svo vel til, að tvö
þeirra leikrita, sem birtast í þessari bók,
hafa einmitt staðizt slíka raun með prýði,
þ. e. SEM YÐUR ÞÓKNAST og DRAUM-
UR Á JÓNSMESSUNÓTT, sem sýnd hafa
verið hér í Þjóðleikhúsinu. Kom bæði
leikendum (sem ekki skiptir minnstu máli)
og gagnrýnendum saman um ágæti þess-
ara þýðinga. Hér fer á eftir ofurlítið dæmi
um léttleik þýðingarinnar á DRAUMN-
UM. Við skulum gefa Bokka litla orðið í
lok þriðja þáttar, er hann kemur að hin-
um sofandi elskendum. Hann segir:
„Aðeins þrjú? Tvisvar tveir
teljast fjórir, segja þeir.
Kemur ein! föl og fá!
Fólið Amor tekur frá
telpum vitið, væskill sá.“
Síðan kemur Hermía, er einnig sofnar og
Bokki heldur áfram:
„Svöl er nótt;
sof rótt!
Þér á brá
þú skalt fá
þessa jurt og betur sjá.“
(Hann dreypir safa á augu Lýsanders).
„Vaknir þú,
verður sú
sama mær
sem í gær
þínum ástaraugum kær.
Festa máttu í minni þér
málshátt einn, sem kunnur er:
„Taki hver, hvað honum ber!“
Gunna býr með Gvendi,
gott er spil á hendi,
karlinn finnur klárinn sinn, og allt fær
góðan endi.
Það er lítill þýðingarkeimur af þessu.
Svipað má segja um SEM YÐUR ÞÓKN-
AST. Á einum stað í því leikriti leggur
Shakespeare út af einkunnarorðum Globe-
leikhússins: TOTUS MUNDUS AGIT
HISTRIONEM, er hann leggur Jakobi í
munn þessa heimsfrægu ræðu:
Öll veröldin er leiksvið,
og aðeins leikarar hver karl og kona,
þau fara og koma á sínum setta tíma,
og sérhver breytir oft um gerfi, og leiknr
sjö þætti sinnar eigin ævi. — Smábam
slefar og hrín í fangi fóstm sinnar;
268