Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 152
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Afkoman
Verðbólgan sem þrúgað hafði kín-
versku þjóðina um langan aldur er nú
fyrir löngu úr sögunni. Fyrir nokkru
var breytt um mynt með þeim hætti
að skorin voru fjögur núll aftan af
nafnverði peninganna, ein miljón
varð að hundrað yuan. Einn yuan
jafngildir nú tæpum sjö krónum eftir
opinberu gengi, en verðlag á öllum al-
gengum varningi er svo lágt að kín-
verska myntin er miklu verðmeiri en
gengið segir til. Verðlag er fast, allar
vörur verðmerktar, allt prútt úr sög-
unni í hvaða verzlun sem er, og eng-
inn hlutur seldur án þess að kaupand-
inn fái kvittun fyrir andvirðinu.
Samanburður á kaupmætti launa er
ekki auðveldur, því að almenningur
nýtur ýmsra fríðandi sem koma ekki
fram í launagreiðslum, en eru ekki
síður mikilvæg fyrir afkomu fólksins
fyrir því. Til dæmis má nefna að
tekjuskattar eru engir og húsaleiga
mjög lág, aldrei yfir 10% af launum
og venjulega mun lægri. Laun
óbreyttra verkamanna í verksmiðjum
eru ekki há að nafnverði, um 60—70
yuan á mánuði, en tæknimenntaðir
verkamenn komast upp í 120—140
yuan. Þessar upphæðir verða þó ekki
eins lágar og ætla mætti þegar borið
er saman við verðlag á nauðsynjum.
Verkamannafjölskyldur sem við
heimsóttum í nýjum verkamannabú-
stöðum í Peking og Shanghai borg-
uðu 4—5 vuan á mánuði fyrir tveggja
herbergja íbúð, að vísu fremur
þrönga. í annarri f j ölskyldunni unnu
bæði hjónin og höfðu samanlagt 160
yuan í kaup á mánuði, en þau sögðust
leggja 20 yuan í sparisjóð á mánuði
hverjum. Fæðiskostnaður í matstof-
um í verksmiðjum er um 12 yuan á
mann á mánuði, svo að skiljanlegt
verður að hægt er að lifa ódýrt í þessu
landi. Þess ber vitanlega að gæta að
kínverskur almenningur hefur ekki
vanizt neinu lúxuslifi, allir lifnaðar-
hættir eru fábrotnir, klæðaburður
sundurgerðarlaus og einfaldur, húsa-
kostur víða næsta fátæklegur og
þrengsli í borgunum gífurleg. En allt
stendur þetta til bóta; við allar stór-
ar verksmiðjur og vinnustaði eru
byggðar verkamannaíbúðir fyrir
meginið af starfsliðinu eins fljótt og
hægt er. í verstu fátækrahverfunum
hafa verið gerðar bráðabirgðaúrbæt-
ur svo sem að leggja þangað vatn og
rafmagn, gera sorpræsi, setja ný þök
á kofana svo að þeir séu vatnsheldir.
Við komum í eitt slíkt hverfi í Shang-
hai. Kofunum hafði verið hrófað upp
á berri jörðinni í útjaðri borgarinnar
fyrir tíu árum. Áður voru þar engar
lagnir af neinu tagi, vatn ekki nema
úr óhreinum brunnum, frárennsli að-
eins opnir skurðir, þar sem öllu ægði
saman. Enda hafði heilsufarið verið
eftir því, sífelldar drepsóttir, barna-
dauði gífurlegur. Nú er þetta breytt;
vatnsleiðslan var að vísu ekki í húsun-
um, heldur aðeins kranar með nokkru
246