Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 91
SPÁM AÐURINN
beltislandanna. Félagar hans í bygg-
ingavinnunni kalla hann spámann-
inn, en nágrannar hans kalla hann
Drauma-Jóa, eftir öðrum merkum
draumamanni, og segja, að mark-
verða draurna sína dreymi hann að
vorinu, þegar sólin hefur hækkað
nógu mikið á lofti. Viðkvæmur lík-
ami hans tekur þá að skynja ókom-
inn veruleika lífsins. Það fullyrðir
Páll múrari, sem gaf honum teikn-
inguna af arninum, sem er skozk. Já,
nágrannar hans tala mikið um hann
og eru honum hjálplegir. Og frá
þeim er þessi saga. Þeir segja, að
hann hafi sagt, hvenær heimsstyrj-
öldin byrjaði og hvenær hún endaði
og hverjir myndu sigra, löngu áður
en heimsstyrjöldin skall á. Og þetta
kvað hann hafa vitað á eins nákvæm-
an hátt og sagt er að spámenn forn-
aldarinnar hefðu vitað fyrir örlög
Persa. Hann kvað meira að segja
hafa sagt fyrir fall Berlínar á sama
hátt og spámenn fornaldarinnar
sögðu fyrir eyðileggingu Babýlonar.
En hvernig hafa þessir undarlegu
spámenn fengið sínar vitranir? f
draumi? f leiðslu? f dái? Og hvað-
an? Frá stjörnunum, Tunglinu? Sól-
inni? Eða kannski frá hinum marg-
vislegu guðum? Ashera, Beor, Sha-
mem, Amú, Mardúk, Ahúramazda,
Jahve? Eða hvað þeir nú heita þessir
gömlu guðir. Kannski fengu þeir all-
3r vitranir sínar í vordraumum sínum
eins og Drauma-Jói?
Konan hans kemur inn og segir
honum, að þetta hafi ekki verið bif-
reið.
Það er ótrúlegt, segir hann. Ég
heyrði greinilega, að bifreið var ek-
ið að húsinu.
Nei, segir konan hans, en það
hrundi snjór ofan af næsta húsi.
Hrundi snjór ofan af þaki núna í
kuldanum? segir hann forviða.
Þú veizt, hvað þakið á húsinu hans
Páls múrara er undarlegt. Og það
snjóar þessi ósköp.
Strætisvagninn fer alveg að koma,
segir hann og lítur á úrið. Vittu,
hvort þeir eru ekki að koma.
Þegar hann er spurður, hvers
vegna hann dreymi markverða
drauma sína að vorinu, en ekki til
dæmis að haustinu, svarar hann, að
á vorin sé líkami sinn næmastur og
dulvitund sín örlátust. Ef einhver
spyr: Því ertu svona lengi að ráða
drauma? Allt sumarið og fram á
þorra? Þá þegir hann við og brosir.
Og ef sagt er við hann: Þú hefur dul-
rænar gáfur. kunningi! Þá segir
hann: Nei. Þetta er ekki dulrænt.
Þetta er aðeins sérgáfa. Það er að-
eins um venjulega orsök og afleið-
ingu að ræða. Tímarnir, sem við lif-
um á, fæða af sér aðra nýja, og sál
mín sér inn í framtíðina, af þvi að
hún hefur lag á að skyggnast inn í
undirdjúp líðandi stundar. Meðan
hlutirnir eru í deiglunni les sál mín
sig fram úr þeim og sýnir mér þá
185