Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 91
SPÁM AÐURINN beltislandanna. Félagar hans í bygg- ingavinnunni kalla hann spámann- inn, en nágrannar hans kalla hann Drauma-Jóa, eftir öðrum merkum draumamanni, og segja, að mark- verða draurna sína dreymi hann að vorinu, þegar sólin hefur hækkað nógu mikið á lofti. Viðkvæmur lík- ami hans tekur þá að skynja ókom- inn veruleika lífsins. Það fullyrðir Páll múrari, sem gaf honum teikn- inguna af arninum, sem er skozk. Já, nágrannar hans tala mikið um hann og eru honum hjálplegir. Og frá þeim er þessi saga. Þeir segja, að hann hafi sagt, hvenær heimsstyrj- öldin byrjaði og hvenær hún endaði og hverjir myndu sigra, löngu áður en heimsstyrjöldin skall á. Og þetta kvað hann hafa vitað á eins nákvæm- an hátt og sagt er að spámenn forn- aldarinnar hefðu vitað fyrir örlög Persa. Hann kvað meira að segja hafa sagt fyrir fall Berlínar á sama hátt og spámenn fornaldarinnar sögðu fyrir eyðileggingu Babýlonar. En hvernig hafa þessir undarlegu spámenn fengið sínar vitranir? f draumi? f leiðslu? f dái? Og hvað- an? Frá stjörnunum, Tunglinu? Sól- inni? Eða kannski frá hinum marg- vislegu guðum? Ashera, Beor, Sha- mem, Amú, Mardúk, Ahúramazda, Jahve? Eða hvað þeir nú heita þessir gömlu guðir. Kannski fengu þeir all- 3r vitranir sínar í vordraumum sínum eins og Drauma-Jói? Konan hans kemur inn og segir honum, að þetta hafi ekki verið bif- reið. Það er ótrúlegt, segir hann. Ég heyrði greinilega, að bifreið var ek- ið að húsinu. Nei, segir konan hans, en það hrundi snjór ofan af næsta húsi. Hrundi snjór ofan af þaki núna í kuldanum? segir hann forviða. Þú veizt, hvað þakið á húsinu hans Páls múrara er undarlegt. Og það snjóar þessi ósköp. Strætisvagninn fer alveg að koma, segir hann og lítur á úrið. Vittu, hvort þeir eru ekki að koma. Þegar hann er spurður, hvers vegna hann dreymi markverða drauma sína að vorinu, en ekki til dæmis að haustinu, svarar hann, að á vorin sé líkami sinn næmastur og dulvitund sín örlátust. Ef einhver spyr: Því ertu svona lengi að ráða drauma? Allt sumarið og fram á þorra? Þá þegir hann við og brosir. Og ef sagt er við hann: Þú hefur dul- rænar gáfur. kunningi! Þá segir hann: Nei. Þetta er ekki dulrænt. Þetta er aðeins sérgáfa. Það er að- eins um venjulega orsök og afleið- ingu að ræða. Tímarnir, sem við lif- um á, fæða af sér aðra nýja, og sál mín sér inn í framtíðina, af þvi að hún hefur lag á að skyggnast inn í undirdjúp líðandi stundar. Meðan hlutirnir eru í deiglunni les sál mín sig fram úr þeim og sýnir mér þá 185
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.