Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 86
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
víst vorar kynferðir sannar. Svo og þeim mönnum, er vilja vita forn fræði
eða rekja ættartölur, að taka heldur að upphafi til en höggvast í mitt mál,
enda eru svo allar vitrar þjóðir að vita vilja upphaf sinna landsbyggða ...“
III
Áður en lengra sé haldið, er rétt að athuga við hverja sé átt með orðunum
útlendum mönnum. Prófessor Jón Jóhannesson hefur rætt þetta í íslendinga
sögu sinni, sem út kom fyrir skömmu, og farast honum orð á þessa leið:
„Ekki er heldur víst, við hvaða útlenda menn er átt, en varla er átt við Norð-
menn, því að íslendingar kölluðu þá ógjarna útlendinga, og naumast heldur
Svía eða Dani. Líklega er átt við einhverja hinna fornkristnu þjóða, Eng-
lendinga eða Frakka, en í þeirra augum voru ekki aðeins íslendingar, heldur
allir norrænir menn á víkingaöld illmenni, og kunnugt var, að þeir höfðu
margt þræla.“ Sú fullyrðing Jóns Jóhannessonar, að íslendingar hafi ógjarn-
an kallað Norðmenn útlendinga, er á engum rökum reist, enda hefur orðið
iítlendur frá fornu fari verið notað í andstæðri merkingu við orðið innlend-
ur, eins og augljóst er af þjóðveldislögum vorum og öðrum fornum ritum.
Danir, Norðmenn og Svíar hafa því ávallt verið kallaðir útlendir menn á
íslandi. Auðvelt væri að rökstyðja þetta með mörgum dæmum, ef þess yrði
þörf, en hér verður eitt látið nægja. í Vígslóða er kafli um útlendra manna
víg, og hefst hann á þessa leið:
„Ef útlendir menn verða vegnir hér á landi, danskir eða sænskir eða
norrænir, þá eigu frændur hans sök, ef þeir eru hér á landi, um þau þrjú
konungsveldi, er vor tunga er. En vígsakar um víg útlendra manna af öllum
löndum öðrum en af þeim tungum, er eg talda nú, þá á hér engi maður að
sækja þá sök af frændsemis sökum nema faðir og sonur ...“
Eins og sést af þessum kafla, er orðið útlendur notað um Norðurlandabúa
ekki síður en aðrar erlendar þjóðir. Orðið norrœnn er hér — eins og annars
staðar í fornum ritum íslenzkum — notað í merkingunni norskur. Hins vegar
er í kaflanum notað orðtakið vor tunga til að sérkenna þær þjóðir, sem töl-
uðu sama tungumál og íslendingar. Þetta minnir á setningu í arfaþætti Grá-
gásar: „Ef hér andast útlendur maður af danskri tungu ...“ En eins og
kunnugt er, þá kölluðu íslendingar móðurmál sitt oft danska tungu á fyrstu
öldum landsbyggðar.
Engum heimildum vorum er betur treystandi um réttar merkingar orða en
hinum fornu lögum, enda er ekkert í íslenzkum ritum, sem bendir til þess, að
180