Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Qupperneq 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
fólst á bak við hin glæstu leiktjöld
júlíbyltingarinnar, er hann tók að
greina á milli hins slétta og fellda
orðagjálfurs þessarar byltingar og
raunveruleika hennar. Hann varð æ
hvassyrtari í garð þeirrar stéttar, sem
nú var orðin fótstallur hins borgara-
lega konungsdæmis — embættis-
manna, bankastjóra, gósseigenda og
kaupmanna. Hann þekkir þessa menn
alla úr kvöldverðarboðunum og af
dansleikjunum, sem hann sækir, og
hann virðir þá fyrir sér köldum aug-
um náttúruskoðarans, glottir við
tönn, er hann hlustar á þá sefja
sjálfa sig í bláeygðri bjartsýni. Þessi
nýríka sjálfsánægða stétt uggir ekki
að sér, því að allt leikur henni í
lyndi: ríkisskuldabréfin fara sí-
hækkandi á kauphöllinni, „og í vetur
höfum við haldið fleiri dansleiki en
nokkru sinni fyrr, og óperan hefur
aldrei verið með slíkum blóma og
nú.“ Og þetta er satt, bætir Heine
við: „Því að þetta fólk hefur ráð á að
halda dansleiki og nú dansar það til
þess að sýna, að Frakkland sé sælt,
það dansar fyrir þjóðskipulag sitt,
fyrir friðinn, fyrir kyrrð og ró Ev-
rópu, það vildi dansa upp verðbréfa-
gengið, það dansaði á la hausse.“
Þegar skáldið fer heim af dans-
leiknum verður honum reikað til
Louvrehallarinnar. Þar undir múrn-
um eru þeir grafnir, sem féllu í götu-
vígjunum í júlí 1830. Og skáldið
spyr þá, sem þarna liggja hljóðir og
dauðir eftir mikið dagsverk: Hafið
þið fórnað ykkur fyrir það skipulag,
sem nú ríkir á Frakklandi? Og hann
svarar: þið börðust ekki fyrir þetta
þjóðfélag og stjórnarskrá þess í
hinni miklu júlíviku, „heldur fyrir
hinar sömu byltingarhugsjónir, sem
bezta blóði Frakklands hefur verið
fómað fyrir í fjörutíu ár.“
í júnímánuði 1832 gerir hinn fá-
menni flokkur franskra lýðveldis-
sinna uppreisn gegn ríkisstjórn Lúð-
víks Filippusar. Uppreisnin er bæld
niður, enginn veit hve margir voru
drepnir, flestir unglingar. Heine tek-
ur eftir því, að meðal hinna föllnu
er enginn nafnkunnur maður, allt
eru þetta nafnlausar hetjur, og
Heine, annálsritari samtíðar sinnar,
getur þess utanmáls, að þáttaskipti
séu orðin í sögunni: hinn ósundur-
greindi múgur — það er hetja nú-
tímans, og þegar honum verður litið
á borðnauta konungs og hina breið-
mynntu stjórnarandstöðu, þá finnst
honum þetta allt svo lítið og lágt
samanborið við hinar nafnlausu hetj-
ur götunnar, og hann veltir því fyrir
sér í hljóðri undrun, að til séu þús-
undir manna, sem vér kunnum engin
skil á, en eru reiðubúnir til að fórna
lífi sínu fyrir hinn heilaga málstað
mannkynsins. Og hann ann harð-
stjórum Evrópu þess innilega að
nötra af ótta við þennan ókunna
múg. Þó fór því fjarri, að Heine
fylgdi hinum fámenna flokki lýðveld-
140