Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 136
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Albert stóð og horfði á hann, og
svipur hans lýsti uppgjöf og vor-
kunnsamri fyrirlitningu.
— Nei — það er víst ekki ómaks-
ins vert að gelda þig, sagði Albert.
Það var eins og hann væri að tala
við hvítvoðung. Svo sneri hann sér
að bátnum:
— Á hvað eruð þið að glápa? Af
stað með ykkur!
Allt í einu fór Gunnar að orga:
— Ég vil ekki meira! Ég vil ekki
meira! Hann hixtaði og grét. Og
engu var líkara en hér væri um bráð-
næman kvilla að ræða, því nú tók
einnig Pétur að orga, af einskærri
hræðslu. Uppi í fjörunni stóð Eirík-
ur, fölur og skelfingu lostinn.
Albert virtist hika andartak — en
ekki nema andartak. Svo stökk hann
upp í bátinn.
— Jæja, Andrés, þá erum við
bara tveir eftir. Hvílíkar dauðans
heybrækur. Róðu út!
Andrés sat undir árum. Sem
snöggvast fannst honum hann vera
kominn á allt annan stað. Víst var
hann hérna líka — hann sá bátinn,
Albert, kiðlinginn — en það var
samt sem áður ekki þetta, sem hann
sá. Hann sá tvær leiðir, hann vissi að
hann gat valið um, eitthvert óljóst
hugboð sagði honum að nú væri
hann að velja, ekki bara í þetta sinn,
heldur mörgum sinnum, fyrir alla
framtíð ... hann varð að velja núna
... fyrir alla ókomna tíð...
Eftir á minntist hann undarlegra
hluta: Hann sá Albert liggja dauð-
an. Hann sá greinilega brostin augu
hans galopin, hann sá þau niðri í
vatni og mundi um leið, að Albert
kunni að synda í kafi með opin aug-
un ... Hann heyrði rödd, sem kom
að innan: Nei, nei, nei! ... Jæja,
Andrés, þá erum við bara tveir eftir
— sagði Albert. Orðin komu eins og
út úr þokuþykkni. Hann var kominn
langt út á ísinn ...
Allt í einu varð hann þess vís, að
hann sneri andlitinu upp að landi, í
áttina til Óla. Hann heyrði rödd:
— Heigullinn! Heigullinn! Heig-
ullinn!
Röddin kom langar leiðir að. En
það var rödd hans sjálfs, og það
vakti honum óljósa og fjarlæga og
svala undrun, að hún kom svo langt
að. Á næstu sekúndu var hann eins og
festur upp á þráð, titrandi af reiði,
og æpti upp yfir sig:
— Heigullinn þinn, Óli! Heigull-
inn þinn! Heig-ull-inn þinn!
— Uss! sagði Albert og byrsti sig.
— Róðu nú, fíflið þitt!
Andrés damlaði út. Albert þreif til
kiðlingsins . .. Róðu upp að aftur,
fljótur nú! Albert stökk á land til
þess að taka á móti ...
Það var nákvæmlega eins og hann
fetaði sig upp bratta brekku og kink-
aði kolli og skrafaði við sjálfan sig
... kinkaði kolli og skrafaði ... það
var ómögulegt að heyra hvað hann
230