Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 7
RITSTJ ÓRNARGREINAB
verði upp samningar um brottflutning hersins. Þegar þetta er ritað, hafa Bretar og
Frakkar gefið út yfirlýsingu um, að þeir muni á næstu vikum flytja brott herlið sitt frá
Súezsvæðinu og hafa lokið því fyrir jól. Svo horfir því nú, sem viðsjár þær, er sköpuð-
ust með stórveldunum vegna hcrleiðangurs Atlantshafsríkjanna tveggja, muni taka að
jafnast á næstu vikum og mánuðum. Kann því svo að fara, ef ekki kemur nýtt til, að inn-
an misseris eða þar um hil verði ríkisstjórnin fáanleg til að taka upp samninga um brott-
flutning hersins. En það er nauðsynlegt, að henni verði gert fullkomlega ijóst að þjóðin
þolir engin svik í þessu máli.
3. des.
Hvar stöndum vér nú?
Eftir allt sem á hefur gengið að undanförnu hlýtur margur að spyrja: hvar stöndum
við í dag með þær friðarhorfur og sátta sem kenndar voru við Genf eftir stórvelda-
fundinn þar? Stöndum við enn að nýju frammi fyrir köldu stríði, eða jafnvel heitu
striði?
Staðreynd er að undanfarnar vikur hefur komið til hemaðaraðgerða bæði í Egypta-
landi og Ungverjalandi, og að mjög óheillavænlegt andrúmsloft hefur skapazt sem teflir
í hættu því sem áunnizt hefur í friðarátt á undanförnum árum og skerpir aftur andstæð-
urnar milli austur og vesturs og hleður, með atburðunum í Ungverjalandi sérstaklega,
undir nýja hatursherferð á hendur Sovétríkjunum og sósíalismanum í hverju landi. Það
hatur verður síðan hagnýtt til að viðhalda herstöðvum og hemaðarbandalögum, tvískipt-
ingu heimsins í andstæðar fylkingar, ef ekki til að greiða götu nýrrar heimsstyrjaldar.
Atburðimir sem gerðust í Egyptalandi og Ungverjalandi em hvor á sinn hátt mikil
liarmatíðindi sem falið hafa í sér stórfelldar alþjóðlegar hættur.
Arásin á Egyptaland hefur sett allt í bál í löndunum við Miðjarðarhaf, ofan á aðgerðir
Frakka í Algier og öðrum Norðurafríkulöndum og ofan á atferli Englendinga í Kenía og
á Kýpur. Með fyrirskipun Sameinuðu þjóðanna um vopnahié hefur að vísu fyrsti friðar-
sigurinn verið unninn, en meðan lierir Englendinga, Frakka og ísraelsmanna sitja í
egypzku landi, og undir logar í arabaríkjunum, er stórkostleg stríðshætta eftir sem áður.
Atburðirnir í Ungverjaiandi era annars eðlis, eiga sér aðra forsögu og fela í sér aðrar
liættur. Þar kemur í fyrsta sinn tii bióðugra átaka innan ríkja hins sósíalistíska heims,
uppreisnar gegn stjórn í sósíalistísku ríki og íhlutunar sovéthers til að bæla þá uppreisn
niður, eða með öðrum orðum til bræðravíga sem sízt af öllu sósíalistar eða aðrir friðar-
vinir iétu sér til hugar koma að gerast mundi. Engir harma því þessa atburði af dýpri
einlægni en sósíalistar og engir eiga bágara með að sætta sig við þá, og viljum við, rit-
stjórar þessa tímarits, taka undir niðuriagsorð greinar sem Halldór Kiljan Laxness birti í
Þjóðviljanum á þjóðliátíðardag Sovétríkjanna 7. nóv. sj. og era á þessa leið: „Ef ég gæti
sætt inig við þú atburði sem gerst hafa á Úngverjalandi síðustu daga, gæti ég aldrei
framar leyft mér að mæla orð í gegn aðföram erlendra herja í framandi löndum, hversu
101