Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 83
RÆÐA
Mannkynið er komið að tímamótum
í sögu sinni. Hversu hrífandi tilfinn-
ing að lifa og starfa á slíkri öld.
Þrátt fyrir óréttlæti, afglöp og krepp-
ur, sem þessir tímar bera í sér í rík-
um mæli, sýna þeir ljóslega að þeir
menn sem á undan okkur börðust
fyrir framförum, hafa ekki fórnað
kröftum sínum til einskis. Mikilvæg-
ir sigrar, með úrslita áhrif, hafa
unnizt. Hvern dag bætast við menn
sem gera sér ljóst að örlög þeirra,
leið þeirra til framtíðarinnar, eru
háð því hvernig þeir hugsa og
breyta. Þeir skoða sig ekki lengur
sem vanmáttuga áhorfendur að við-
burðum, sem eigi uppruna sinn í
vilja eða duttlungum æðri máttar-
valda, hvort heldur guða, náttúrunn-
ar eða fámenns hóps sérréttinda-
manna. í þessari meðvitund um eig-
in ábyrgð og vald manna sjálfra á
rás viðburðanna felst sá siðmenning-
arþroski sem einn getur borið í sér
fullan sigur. Greinilega má í þessari
nýju ritund sem lætur til sín taka hjá
hundruðum miljóna manna, jafnvel
helming mannkynsins, sjá upptök að
því regni viðburða sem einkennir
framar öðru öld vora, þeim umbylt-
ingum innan hvers hugmyndakerfis,
því endurmati á skoðunum sem
margir trúðu áður í einlægni að
væru bjargfastar og óbifanlegar.
Á þessa leið farast Joliot-Curie orð
í grein sinni.
Með öðrum orðum: sá fögnuður
og hamingja sem fylgir því að lifa á
þessari öld felst í því að vita þjóðir
og mannkyn brjóta af sér hlekki í
víðustu merkingu, hlekki efnahags-
legrar og andlegrar kúgunar, þrosk-
ast til meðvitundar mn að það hafí
sjálft vald á atburðarásinni og ör-
lögum sjálfs sín, ráði yfir stríði og
friði og velferð sinni, en í sama
mund er þessi meðvitundarþroski
ástæðan til þess að margfalt meira
gerist í heiminum, að atburðarásin
verður hraðari og tíðari, og tilkomu-
meira og hamingjuríkara að lifa.
Einmitt þetta að þjóðir brjóta
af sér skorður landamæra, fara að
starfa saman, kynnast hver annarri,
setja sér sameiginlegt friðsamlegt
markmið, efla menningartengsl sín
hver við aðra, gefur fyrirheit um
víðsýni og þroska er geri menn hæfa
til að lifa eftir þeim hugsjónum sem
þeir hafa sér að leiðarljósi.
TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAR
177
12