Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 157
DAGBÓKARBLÖÐ ÚR KÍNAFERÐ
og er kvarta Kínverjar mjög yfir
skorti á hæfum kennurum handa þeim
gífurlega fjölda barna og fullorðinna
sem kenna þarf undirstöðuatriði bók-
náms. Það liggur í augum uppi að
langan tíma þarf til að mennta kenn-
ara handa öllum þeim sæg svo að
þeir verði færir um að kenna bæði
allsherjar ríkismál og nýtt letur.
Forstöðumenn tungumáladeildar
kínversku akademíunnar sögðu okkur
að enn væri þetta allt á undirbúnings-
stigi. í haust á að halda mikið þing
málfræðinga og kennara, þar sem
ræddar verða bráðabirgðatillögur um
nýtt stafrof og réttritun. Fyrstu tillög-
urnar voru birtar í fyrra, og hafa síð-
an verið mikið ræddar og gagnrýnd-
ar. Þessir lærdómsmenn sögðust búast
við að á þinginu yrðu samþykktar
reglur sem yrðu síðan reyndar eitt-
hvað í skólum og á annan hátt, rædd-
ar frekara og athugaðar vandlega áð-
ur en þær yrðu lögfestar og leturbreyt-
ingin fyrirskipuð. Þeir virtust gera
ráð fyrir að nokkur ár mundu líða
áður en tiltök væru að snúa sér að
þessu í alvöru. Um hitt virtust allir á
einu máli, að breytingin væri óhjá-
kvæmileg og mundi verða gerð.
Sívaxandi fjöldi læsra manna þýðir
sívaxandi kröfur um aukið lestrarefni,
enda er bókaútgáfa hraðvaxandi,
bókabúðir ófáar og bókakaup tiltölu-
lega mikil. Bækur vinsælla höfunda
seljast oft upp hraðar en hægt er að
endurprenta þær, og upplagsstærð
bóka takmarkast iðulega af engu öðru
en pappírsbirgðum forlaganna. Á
tveimur verkamannaheimilum sem
við litum inn í sáum við allvænar
bókahillur þéttskipaðar bókum, og á
öllum bókasöfnum sem við komum á
var hvert sæti skipað af lesandi fólki.
Unga kynslóðin virðist haldin sann-
kölluðu menntunar- og lestrarhungri.
Við komum einn sunnudagsmorg-
un í menningarhöll verkamanna í
Shanghai. Eitt sem mér þótti merki*
legt var að sjá þrjá stóra fyrirlestra-
sali troðfulla af fólki sem hlustaði
með athygli og krotaði í kompur sín-
ar. „Hvað er verið að segja þessu
fólki ?“ spurðum við. Þá kom á dag-
inn að þetta voru fræðsluerindi fyrir
verkamenn, m. a. um steinsteypu og
vélfræði. Mér varð hugsað heim,
hvort þvílík fræðslustarfsemi mundi
ekki eiga örðugt uppdráttar, a. m. k. á
sunnudagsmorgni.
Hvar sem við komum á söfn og sýn-
ingar urðum við fyrir sömu reynsl-
unni: alls staðar urmull af fólki að
skoða, stundum hópar eltandi kenn-
ara eða leiðsögumann sem útskýrði
hlutina með mælsku og handapati.
Þetta átti ekki síður við um söguleg
söfn og sögufrægar byggingar, en
fjöldi þeirra eru notaðar undir söfn
af ýmsu tagi, sýningar og aðra menn-
ingarstarfsemi. „Forboðna borgin“ í
Peking, þar sem keisarinn og hirð
hans sátu einir dauðlegra manna, er
nú opin almenningi, húsakynnin sum-
251