Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 129
GRÁR LEIKUR Svo hló hann, þessu eina hneggi: — Ho! Óli sagði ekki neitt. Albert klofaðist fram í bátinn. Hin- ir komu á eftir. Óli síðastur. Hann stóð og hugsaði sig um stundarkorn — svo kom hann. Þeir skildu að hann hugsaði sem svo, að hann neyddist til að fylgja bátnum eftir. Og svo kom honum sennilega í hug. það sama og hinum, að hér væri engin öxi með í ferðinni, og með hverju ættu þeir svo að höggva gat á bátinn? En ekki var vert að hafa orð á því við Albert, því þá gæti hann fundið upp á að hlaða bátinn grjóti, róa út á dýpið og velta inn í hann vatni, svo hann sykki — eða hann fyndi upp á einhverju enn verra, sem þá skorti ímyndunarafl til að láta sér detta í hug. Þeir litu hver á annan, og hver um sig fann, að hinir hugsuðu hér um bil það sama. Enginn sagði neitt. Albert stóð í framstafni og virtist hugsi. Kannski var hann þegar orðinn leiður á þessu tiltæki. Hinir héldu sig í miðjum bátnum — dálítið hoknir, eins og þeir roguð- ust undir byrði. Það var orðið nokk- uð langt síðan þeir höfðu verið með Albert seinast, þeir fundu með greini- legasta móti, að þeir voru eins og mýs undir fjalaketti. Nú rifjaðist allt í einu upp fyrir þeim: í hvert sinn er hann fór frá þeim önduðu þeir léttar, það var eins og að fá frí. Nei, nei, þetta var ekki satt, það var einmitt hann, sem þeir litu upp til. Þeir voru fúsir að vaða eld fyrir hann. Það var bara svo erfitt með köflum----- Þeir voru ekki fullkomlega hrein- skilnir við hann. Þeir duldu fyrir hon- um ýmislegt, sem þeir töluðu um hver við annan — en væru þeir með hon- um undir fjögur augu, fleipruðu þeir út úr sér mörgu, sem þeir annars töl- uðu ekki um við nokkra manneskju. Og þá gat það komið fyrir, að hann legði af sér yfirlætisgrímuna og hlægi ekki sínum uggvæna, óglaða hlátri. Það hafði komið fyrir. Og þá hefðu þeir getað vaðið eld fyrir hann. En kæmu svo fleiri til, var hann undir eins orðinn sjálfum sér líkur. Ólmur og hættulegur------- Hann olli þeim miklum heilabrot- um. Þeir botnuðu ekkert í honum. — Róið þið, Óli og Andrés! sagði Albert. Sjálfur sat hann frammi í stafni. Hinir héldu sig aftur í skut. Þeir Óli og Andrés reru. Árarnar voru þungar. Þá verkjaði í bakið. Andrés tautaði fyrir munni sér: Nú verður gaman, fyrst hann Al- bert er kominn — nú verður gaman, fyrst hann Albert er kominn — nú verður gaman, fyrst ... Hann sat og hugsaði: Bara maður væri kominn heim aftur — bara maður væri kom- inn heim aftur ... Það var alllöng leið út í Geithólm- ann, þama lá hann og flaut lengst úti, eins og á yztu brún vatnsins. Lengst, 223
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.