Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 171
Umsagnir um bækur
Jónas Árnason:
Sjór og menn
Heimskringla 1956.
Fyrir nokkrum árum sá ég franska lcvik-
mynd um fólk og störf á afskekktum
bóndabæ þarlenzkum. Hún var gerð af því
raunsæi, sem Frökkum er eiginlegt: höfund-
ar hennar dvöldust inn heilt ár á bænum til
að geta myndað hann í sem flestum blæ-
brigðum, og leikendur voru bóndinn sjálfur
og skuldalið hans. Þar var enginn atvinnu-
leikari til að glepja mönnum sýn. Myndin
færði áhorfanda ótrúlega nálægt þessu
fólki, umhverfi þess, störfum og linnulausri
lífsbaráttu. Því hér voru leikendur, sem
voru að lifa hlutverk sín um leið og þeir
léku, og hvergi vottaði fyrir uppgerð né
ósönnum leik.
Bók Jónasar Árnasonar um íslenzka sjó-
menn minnti mig á þessa kvikmynd. Bókin
er sprottin af nánum kynnum við sjó og
menn, höfundur hennar hefur verið á togur-
um undir Jökli og fiskibáti við Langanes, á
humraveiðum í Selvogsfor og ýsuveiðum í
Garðssjó ... Höfundur lýsir fjölbreyttum
störfum sjómanna, aðbúð þeirra og kjörum,
en umfram allt lætur hann okkur kynnast
sjómönnunum sjálfum, eins og þeir birtust
honum í mannraunum úti á hafi. Frásögn
öll er rituð af mikilli einlægni og alvöru, en
hressileg kýmni veldur því, að hún verður
aldrei leiðinleg. Málfar bókarinnar er þrótt-
mikið og auðugt að orðtökum, sem land-
krabbar kunna lítil skil á; ég hef sjaldan
lesið íslenzka bók, sem virtist bera uppruna
sínum svo skýrt vitni. Sjómenn virðast tala
annarlega tungu, á máli þeirra er fýllinn
kallaður „múkki“, þoka heitir „heimasæt-
an“, og Bretar eru kallaðir „Tjallar". Meg-
instyrkur bókarinnar er fólginn í því, að
höfundur hefur sanna reynslu af því, sem
hann er að lýsa. Hann lætur þess einhvers
staðar getið, að hann hafi haft blað og blý-
ant við höndina til að skrifa upp eftir ein-
um félaga sínum úti fyrir Austfjörðum.
Myndirnar, sem hann bregður upp af sjó og
mönnum, eru margar svo ferskar, að maður
getur látið sér detta í hug, að þær hafi ver-
ið gerðar jafnóðum og fyrirmyndimar birt-
ust.
Bók Jónasar virðist í fljótu bragði vera
þættir úr sjálfsævisögu, og raunar kynnumst
við þessum íslendingi býsna mikið við lest-
ur hennar. En bókin hefur víðari sjónhring.
Hún er óður um íslenzka sjómenn og brot
úr sögu íslendinga. Tveir síðustu kaflar
hennar taka af öll tvfmæli um markmið höf-
undar. Hann ritar til varnar íslandi, gegn
þeirri öfugþróun, sem nú á sér stað í at-
vinnulífi þjóðarinnar, þegar þúsundir
manna yfirgefa landbúnað og fiskveiðar til
að gerast þrælar útlendinga suður í hrauni.
Sjómennska er erfitt starf, en hún er mann-
sœm og göfug. Engin þjóð verður sjálfstæð,
nema þegnar hennar leggi á sig þungar
265