Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 53
HEINRICH HEINE
þennan samning við Karl Heine, er
skáldið varð að farga því verki, sem
hann taldi sjálfur merkast allra rita
sinna, gekk Heine í síðasta skipti út
á götur Parísar. í eftirmála að síð-
ustu ljóðabókinni, sem gefin var út
að honum lifandi, Romanzero
(1851), segir hann frá þessari síð-
ustu göngu sinni: „Það var í maí
1848, að ég gekk út í síðasta skipti
til að kveðja hin fögru goð, sem ég
hafði tilbeðið á þeim árum, er ham-
ingjan brosti við mér. Ég staulaðist
með erfiðismunum til Louvrehallar-
innar og var nærri hniginn niður, er
ég gekk inn í hinn hátimbraða sal,
þar sem hin blessaða gyðja fegurð-
arinnar, Vor elskaða frú frá Míló,
stendur á sínum fótstalli. Ég lá langa
stund við fætur hennar og grét svo
beisklega, að steinninn hefði mátt
vikna. Gyðjan horfði á mig með
meðaumkun, en um leið með svo
miklu vonleysi, eins og hún vildi
segja: En sérðu ekki, að ég er hand-
leggjalaus og get ekki rétt þér hjálp-
arhönd?“
í átta ár reis Heine ekki upp úr
„rekkjugröf" sinni. Hann lá lamaður
upp fyrir mitti, um stund gat hann
skrifað sjálfur, en síðar var honum
það einnig fyrirmunað, andlitsvöðv-
arnir lömuðust og augnalokin, og
hann varð að lyfta augnaloki annars
augans með hendinni til þess að sjá
þann, sem sótti fund hans. En í þessu
hröri lifði andi skáldsins og logaði
bjart til hinztu stundar. Sístarfandi
var hann, sá um útgáfur rita sinna,
las fyrir greinar, og í einveru nætur-
innar, er þjáningin ein hélt vörð við
stokkinn, orti hann ljóð, fegurri og
átakanlegri en nokkru sinni fyrr. Hafi
mannsandinn nokkru sinni unnið
kraftaverk og sigrað efnið, þá var það
unnið í hinu langa helstríði Heines.
Á þessum löngu andvökunóttum
ganga minningarnar fram, sækja að
skáldinu eins og vofur. Jafnvel lysti-
garðurinn á sveitasetri Salómós
frænda kemur til hans í fullu skrúði
og ýfir upp sár æskunnar:
Vermaledeiter Garten! Ach,
Da gab es nirgends eine Statte,
Wo nicht mein Herz gekranket ward,
Wo nicht mein Aug’ geweinet hatte.
En garðskrattinn getur verið
ánægður, Karl Heine frændi hefur
séð um það, að heimurinn fái aldrei
að lesa söguna um þennan garð, þar
sem Amalia frænka lék sér að hjarta
hans:
Wenn ich sterbe, wird die Zunge
Ausgeschnitten meiner Leiche,
Denn sie fiirchten, redend kam’ ich
Wieder aus dem Schattenreiche.
Skáldið reynir að banda frá sér
hendinni, er hann sér hinn feita
milljónara frá Hamborg fyrir augum
sér:
147
Nicht gedacht soll seiner werden,
Nicht im Liede, nicht im Buche —