Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 64
IVAR DIGERNES
Henrik Ibsen
HINN 23. maí eru liðin fimmtíu ár
síðan Henrik Ibsen andaðist í
Osló, sjötíu og átta ára gamall.
Þessum degi verður áreiðanlega
ekki gleymt — ekki þarf að óttast
það. Gyldendal Norsk Forlag er þeg-
ar búið að gefa út bók sem af mikl-
um lærdómi fjallar um æsku-skáld-
verk meistarans, og Þjóðleikhúsið
lætur það boð út ganga að það muni
Ijúka leikárinu með einskonar há-
tíðasýningu á leikritum eftir Ibsen.
Því er þó ekki að neita að við
þetta tækifæri virðist menningarlegt
framtak snortið einhverri lömun. Og
er illt til þess að vita. Við ættum að
vera minnug þess hve mikill var við-
gangur Dana er þeir með fyrirmynd-
ar skipulagi héldu afmælishátíð H.
C. Andersens. Með henni aflaði
bræðraþjóðin sér nokkurra milljóna
í góðum erlendum gjaldeyri, svo ekki
sé verið að telja upp siðræn og önn-
ur ó-efniskennd verðmæti.
Fyrir nokkru sendi einhver Dag-
blaðinu grein sem lýsti áhyggjum
hans, vegna þeirrar hættu að Ibsen
kynni að verða þjóðunum handan
járntjaldsins að bráð. Ótti hans var
ekki ástæðulaus. Því hvað gerist? Er
ekki Heimsfriðarráðið búið að á-
kveða að taka okkar eigin samlanda,
Henrik Ibsen, og hafa hann með
nokkrum öðrum útvöldum sem minn-
ast skal í heiðursskyni á árinu 1956?
Við skulum vona að þeir sem ættu
að vera á verði, þeir sem síðustu
fimmtíu árin hafa vakað yfir Ibsens-
arfinum, sjái að sér og geri eitthvert
mikið átak svo öll þjóðin þurfi ekki
að byrgja vit sín í blygðun.
Nóg er verkefnið. Við skulum ekki
halda um of á lofti norskri rannsókn
á verkum Ibsens — það yrði alltof
ömurlegt efni í afmælisgrein — en
láta okkur nægja að nefna að hvorki
er til Ibsens-safn eða Ibsens-stofnun,
og að raunalegt ástand ríkir um jafn-
sjálfsagðan hlut og varðveizlu húsa
sem eru í tengslum við ævisögu Ib-
sens, svo sem hússins í Snipetorp í
Skien, bæjarins Venstöp og lyfjabúð-
arinnar á Grimstad. Oslóborg á svo-
kallað Ibsens-herbergi í þjóðminja-
158