Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Qupperneq 63
VI0 VILJUM ÖLL HIÐ SAMA
íslandi. Við vonum að friðarráð-
stefnan muni veita okkur sinn stuðn-
ing í þessu mikilvæga máli fyrir
framtíð íslenzku þjóðarinnar.
Með hinn ógnþrungna skugga
kjarnorkusprengjunnar vofandi yfir
okkur, hygg ég að öllum mannlegum
verum verði Ijóst að við erum öll í
sama báti og að við verðum öll að
reyna að bjarga þeim báti frá því að
farast. Það mun verða ströng og erf-
ið sigling framhjá mörgum hættuleg-
um skerjum og boðum áður en við
siglum inn í örugga höfn friðarins.
Við höfum langa leið fyrir höndum
og mikið verk að vinna áður en góð-
vilji bræðralag og skilningur verða
hin ríkjandi öfl í veröldinni.
Það ætti að vera sjálfsagt og eðli-
legt hverjum manni að vera fyrst og
fremst maður, meðlimur mannfélags-
ins, en ekki eins og nú er, að mönn-
um er öllum skipt í hópa: í kyn-
þætti, þjóðfélög, trúarbrögð, stjórn-
málaflokka og ótal aðra smærri
hópa. Og menn eru vanir að hugsa
um sjálfa sig fyrst og fremst sem
meðlimi þessara hópa og með æðstu
skyldurnar til forustumanna þeirra,
og þeir eru svo önnum kafnir að
vera nytsamir sínum smáhópi og
vinna að hans forréttindum, að í
ljósi síns litla kertisskars gleyma þeir
að björt sól skín yfir allt mannkyn
og að þar eru allir jafnir.
Á vorum dögum, er vísindi tækni
og efnaleg nytsemi eru blint dýrkuð
en manngildið vanrækt, er mikið
verk að vinna fyrir okkur öll, enginn
er svo lítils megandi, veikur eða fá-
tækur, að hann geti ekki lagt til sinn
litla skerf, hver á sinn máta. Við er-
um öll umkringd allskonar hindrun-
um, hindrunum landamæra, þjóð-
ernis, tungu, trúar og stjórnmála-
skoðana. Hér er starfið fyrir okkur,
óþekktu miljónirnar, að ryðja þess-
um hindrunum úr vegi. Látum oss
einnig opna hús vor og hjörtu svo
vér sjáum vora fögru jörð og hið
góða fólk sem þar býr. Það er að
minni hyggju leiðin, vegna þess að
þegar fólk verður frjálst ferða sinna
getur farið óhindrað hvert sem er og
fær tækifæri til að hittast og skiptast
á skoðunum, til að kynnast hvers
annars lífsvenjum og siðum, til að
læra að skilja ólíka hugsunarhætti,
ólík sjónarmið og lífsviðhorf, — þá
munu sterkustu varnarvirkin hrynja,
hindranir óttans, tortryggninnar og
hatursins, voldugustu stjórnarfor-
ingjar alls stríðsáróðurs.
Þess vegna er ég glöð og þakklát
að hafa haft tækifæri til að koma á
þessa friðarráðstefnu, að hér hefur
öllum þessum hindrunum verið rutt
úr vegi, að hér hefur fólk, af ólíkum
kynþáttum, þjóðernum, trúarbrögð-
um og stjórnmálaskoðunum, komið
og unnið saman af einum huga fyrir
sameiginlegt málefni, hið mikla
brennandi áhugamál okkar frið á
jörðu.
157