Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 81
RÆÐA
samþykkti viljayfirlýsingu um brott-
för hersins af landinu, fór fögnuður
um löndin meðal almennings sem
þráir umfram allt frið og menn úti
um allan heim fylltust metnaði ís-
lands vegna, smáþjóðarinnar vopn-
lausu sem „þorði að bjóða byrginn
einu stærsta herveldi heimsins“. Ein-
kennandi var forystugrein í grísku
borgarablaði með fyrirsögninni Da-
víð og Golíat, full hrifningar yfir
samþykkt alþingis. A friðarráðstefnu
sem við fjórir íslendingar sátum í
Stokkhólmi í april stóð upp hver
fulltrúi af öðrum, m. a. frá Vestur-
Þýzkalandi, Frakklandi, Japan, og
vitnuðu til íslands sem fordæmis öðr-
um þjóðum að Iosna undan erlendu
hernámi. Þegar ennfremur þeir
stjórnmálaflokkar sem að alþingisyf-
irlýsingunni stóðu, fengu meirihluta
í kosningunum og mynduðu ríkis-
stjórn saman óx virðing fslands með
öðrum þjóðum enn meira, og al-
menningur sem með þessum málum
fylgdist hvarvetna, fagnaði þessum
fréttum. Og er í þessu sambandi lítið
mark á því takandi þó að nokkrar
málpípur Atlantshafsbandalagsins
eða herforingja þess hafi básúnað
ugg sinn við þessa atburði á íslandi
sem þykja ekki spá góðu um framtíð
herstöðva í öðrum löndum eða
árangur stríðsstefnunnar.
Mér þótti hlýða að taka þetta hér
fram um þá atburði ársins er skipta
ísland svo miklu máli og sambúð
þeirra við aðrar þjóðir, þar á meðal
Sovétþjóðimar. Fáir munu þeir nú
vera með fullum sönsum hér á landi
sem trúa lengur því að Keflavíkur-
samningurinn eða hernámið hafi
verið nauðsyn vegna árásarhættu frá
rússum, en þar með er líka ástæðan
fyrir hersetu hér fokin út í veður og
vind og herstöðvastefna undangeng-
inna ára dæmd dauð og ómerk. Þess-
ari þróun hlýtur ráðstefna MÍR að
fagna og meta sem einn bezta árang-
urinn af starfi félagsins. Ekki sízt
sendinefndaskiptin sem MÍR hefur
gengizt fyrir, heimsóknir sovétlista-
manna og sovétvísindamanna, hafa
smásaman eytt rússahræðslunni, en
hins vegar lagt grundvöll að góðri
sambúð milli íslendinga og ráðstjórn-
arþjóðanna.
En er ekki einmitt í þessu fólgin
undirstaða allrar framtíðar fyrir
þjóðirnar í heild að styrjaldir verði
úr sögunni, að ævarandi friður megi
ríkja, að þjóðir heims hver og ein
lifi í friðsamlegri sambúð hver við
aðra, að hleypidómum þeirra í milli
sé útrýmt, að menning og listir fái
að streyma frjáls og óhindruð um
löndin og árangur vísinda og blessun
af framförum þeirra komi öllum
þjóðum að gagni, að hver þjóð læri
af annarri, efli hver aðra, stór og
smá.
Langur er ferill styrjalda og blóðs-
úthellinga með þjóðunum, langur
ferill ofríkis, kúgunar, réttleysis og
175