Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Qupperneq 109
FÆREYSKAR BÓKMENNTIR
hún er laus við allt alþýðlegt —
þegar frá eru talin nokkur ástarkvæði
og ættjarðarsöngvar sem hafa til
að bera fegurð sem öllum er auð-
skilin.
Djurhuus er hreinræktaður sér-
hyggjumaður og rómantískur fegurð-
ardýrkandi, og hann veit það og
finnst heiður að því. Fegurðin í öll-
um sínum myndum, en þó fyrst og
fremst í fornum skáldskap (því Djur-
huus var lærður maður með skóla-
menntun í fornmálunum) var fyrir
honum aðalatriðið í tilverunni,
frikkadellur daglega lífsins, búðar-
lokur og fólkþingsmenn að mestu
hlægilegir hlutir, jafnvel þó þeir
væru nauðsynlegt böl, sem átti að af-
rækja og berjast gegn með rýting
háðsins, en það var íþrótt sem Djur-
huus var leikinn í. Listin vegna list-
arinnar var hugsjón sem þessi hágáf-
aði færeyski Don Ouixote barðist
fyrir af fullkomnum heiðarleik og
ekki án persónulegra fórna, og það á
óskáldlegum tímum mangara og
skólameistara.
Djurhuus hafði mjög þroskaða
formgáfu og brageyra. Hann var ekki
aðeins snilldarlegur þýðandi íHeine,
Poe, Keller, Goethe, Dante, Platon og
öll Ilionskviða, svo nokkur dæmi séu
nefnd), heldur er hann meðal þeirra
öfundsverðu Ijóðskálda sem geta
látið lítið kvæði opnast eins og blóm
eða titra eins og streng eða stálfjöð-
ur, og hann getur með töfrum orða
og hrynjandi sagt það sem er ósegj-
anlegt, túlkað á söngrænan hátt.
Gildi hans fyrir færeysku þjóðina
liggur að öðrum þræði í því að hann
hefur sýnt hve ágætlega hið fábrotna
en mjúka tungumál Færeyinga hæfir
ljóðrænum skáldskap, og hinum að
hann hefur opnað færeyskar dyr inn
í sígildan skáldskap, ef svo má kveða
að orði.
Aðdáunarverð eru hin íburðar-
miklu kvæði Djurhuus „Atlantis“ og
„Mósis á Sínaífjalli“. Hið síðar-
nefnda er, með biblíulegar sýnir og
hljómsveitarlega uppbyggingu, í
hreinum barokstíl. Aðrir eru hrifnari
af þeim ljóðum hans sem minna á
innilega kammertónlist.
Afstaða Djurhuus gagnvart þjóð
sinni er að sumu leyti lík Nólsoyar
Páls, hann er — sérstaklega í fyrstu
æskukvæðum sínum — hæðinn og
æstur. Hann hefur ekki heldur já-
kvæða afstöðu til lífsins. Mestur hluti
kvæða hans mótast af beiskri efa-
girni og ósamþýðleik með tilverunni,
sum vitna um seigan mótþróa og
gneistandi fyrirlitningu á broddborg-
urum og smásálum, en önnur um
þunglyndislega uppgjöf:
Fyri okkum lysir eingin lukkusól,
tí sorgstroyddar mær nomir lögðu leiðir,
har tungur ivi miðleyst vóð
sum strá i stormi yvir oydnar heiðir.
(Okkur lýsir engin lukkusól, því sorgum
stráðar okkur nornir lögðu leiðir, þar þung-
203