Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 178
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
útgáfunnar nema að litlu leyti, hvorki for-
lagsmenn né útgáfustjóra, því að miklu
dýrara hefði reynzt að gera nákvæma,
fræðilega útgáfu, og auk þess hefði hún
aldrei selzt eins vel og þessi hefur gert.
Slíka útgáfu hefði ekki verið unnt að gera
meðgjafarlaust.
Ymsum þykja bækumar full stórar og
þungar í hendi. En ef þær hefðu verið
gerðar minni og meðfærilegri, þá hefði út-
gáfan jafnframt orðið dýrari, og mun þó
flestum þykja nóg að gjalda á annað þús-
nnd krónur fyrir þjóðsögumar allar. í
sparnaðar skyni hafa fyrirsagnir einnig
verið settar til hliðar í upphafi sagna í
stað þess að láta þær standa uppi yfir
sögunum, og nöldra sumir yfir þessu; en
mér þykir það snoturlega gert. Yfirleitt er
allur frágangur bókanna mjög vandaður:
myndir, band og skreytingar. En hræddur
er ég þó um að pappírinn sé ekki nógu
duglegur. Forlagsmenn hefðu átt að hafa
í huga örlög fyrstu útgáfu sem fyrr er
getið. í höndum krakkanna verður ekki
mikið úr þessu hýjalíni sem er svo þunnt
að letrið smitar í gegnum blöðin.
Kostnaðarmenn þessarar útgáfu eiga
þökk skilið vegna þess að þeir hafa falið
umsjón hennar vel hæfum mönnum. Það
hefur allt of oft bmnnið við að hirðulausir
sóðar hafi verið fengnir til að annast út-
gáfur sígildra íslenzkra rita, og verður svo
um langan aldur að búa við þessi hráka-
smíði. Ég hef borið allmarga staði þjóð-
sagnanna saman við frumrit og ekki fund-
ið neinar villur sem orð sé á gerandi. Út-
gáfustjórar hafa fylgt þeirri reglu sem
sjálfsögð er í undirstöðuútgáfu að færa
ekki úr lagi gamlar orðmyndir, þótt nú séu
ekki lengur daglegt mál og þyki ekki fín-
ar á prenti: kjur, spur, hönum, hvör, hell-
irs o. s. frv. Þá hafa þeir horfið að frjáls-
ari setningu greinarmerkja en nú er kennd
í skólum hér á landi, en sú lögboðna
merkjasetning veldur því að menn hafa
þagnir í lestri á öðmm stöðum en tíðkast
í mæltu máli. Væri óskandi að fleiri út-
gefendur fylgdu þessu eftirdæmi.
Jónas Kristjánsson.
272