Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 50
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
VetrarævintýriS var pólitísk arf-
leiðsluskrá Heines. Hann fól þýzku
byltingunni, sem hann hafði löngum
spáð aS koma mundi, að ávaxta þær
hugsanir, sem hann hafði jafnan
sjálfur hikað við í framkvæmd.
Þótt Heine hafi einna fyrstur
manna skilið, hvað hin unga og
veikbyggða verkalýðshreyfing og
kommúnisminn fólu í skauti sér, þá
fór því þó fjarri, að hann væri
kommúnisti eða verkalýðssinni í
þeirri merkingu, sem þá voru lögð í
þau orð. Hitt var öllu heldur, að
hann óttaðist þessa hreyfingu. Hann
var hræddur um, að þessi Samson
nútímans mundi troða undir fótum
hið fíngerða víravirki lista, skáld-
skapar og andlegrar menningar, er
menn höfðu unnið að árþúsundum
saman. Hann hafði kynnzt kröfum
franskra og þýzkra lýðsveldissinna
um jöfnuð, og hafði ástæðu til að
ætla, að sá jöfnuður mundi ekki að-
eins ná til lífsgæðanna, heldur einnig
til þeirra verðmæta, sem verða ekki
talin í pundum. Hann óaði við
hinu tilbrigðalausa, samlita hjarðlífi
lýðveldis og kommúnisma. En í ann-
an stað dróst hann að kommúnism-
anum, sumpart af hatri til hins borg-
aralega þjóðfélags, sem hann fyrir-
leit því meir sem hann kynntist því
betur, sumpart vegna þess, að komm-
únisminn eggjaði hina dramatísku
söguskoðun hans — hann var sann-
færður um, að skrípaleikur borgara-
legs þjóðfélags hlyti að enda í harm-
leik, er bæri langt af viðureign aðals
og borgarastéttar í byltingunni 1789.
ÞaS er því engin tilviljun, að vin-
átta tókst með þeim Heine og Marx.
Báðir voru þeir gæddir byltingar-
sinnaðri hugsun, báðir litu þeir á
söguna sem leikræna þróun, þar sem
ragnarökin fela í sér hrun hins aldna
og upphaf að nýju skeiði. Eu við
þetta bættist, að Marx, og Engels vin-
ur hans ekki síður, höfðu lært margt
af ritum Heines. Eitt af snjöllustu
bókum hans frá árunum 1833—34
— „Zur Geschichte der Religion und
Philosophie in Deutschland“ —-
Drög að sögu trúar og heimspeki í
Þýzkalandi — varð í vissum efnum
að uppistöðu í kenningum marxism-
ans. Túlkun Heines á hinni huglægu
heimspeki Þýzkalands og saman-
burður hans á henni og frönsku
byltingunni, gengur aftur á blöðum
Kommúnistaávarpsins, að vísu í
skarpara formi. Og þegar borin eru
saman hin pólitísku rit Heines um
stjórnmál og þjóSlíf Frakklands, sem
fyrr voru nefnd, og sum rit þeirra
félaga Marx og Engels (t. d. „Der
Achtzehnte Brumaire des Louis
Napoleonsþá dylst engum, að hug-
myndir og orðatiltæki Heines hafa
verið höfundum hins vísindalega
sósíalisma mjög handtæk.
Því var haldið hér fram fyrr í
þessari grein, að Heinrich Heine
hefði verið skáld þriðju stéttar,
144