Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ich musste liigen, ich musste borgen, Bei reichen Buben und alten Vetteln, Ich glaube sogar, ich musste betteln. En allt kom fyrir ekki: þrátt fyrir dálæti manna á list hans, þrátt fyrir viðleitni sjálfs hans, virtist þess ekki nokkur kostur, að hann fengi aflað sér öruggrar borgaralegrar lífsstöðu. Hann varð að lifa á penna sínum nolens volens, en nú mátti hann bú- ast við því á hverri stundu, að fjöð- urstafur hans yrði brotinn í kruml- um þýzkrar ritvörzlu, og hann hafði fulla ástæðu til að óttast um persónu- legt frelsi sitt. Þá laust júlíbyltingunni niður eins og eldingu og þá var rofinn kirkju- garðsfriðurinn, sem ríkt hafði í Ev- rópu í hálfan annan áratug. Heine var staddur á Helgólandi, er honum bárust tíðindin af júlíbyltingu París- arbúa. Hann varð nærri örvita af gleði. Einmanakennd hans er horfin, nú man hann að hann er sonur frönsku byltingarinnar og ekki leng- ur tökubarn samtíðar sinnar: ,,La- fayette, þríliti fáninn, Marsaillesinn! Ég er eins og víndrukkinn. Djarfar vonir vakna. Ég þrái ekki lengur ró, nú veit ég hvað ég á að gera, hvað ég verð að gera ... Ég er sonur bylting- arinnar og gríp nú aftur hin skyggðu vopn, sem móðir mín þuldi yfir galdrastafi sína. Réttið mér hörpuna mína, svo að ég megi kveða darraðar- ljóðið! Orð mín skulu verða eins og leiftrandi stjörnur, sem hrapa ofan úr háloftunum og kveikja í höllunum, en bera ljós inn í hreysin.“ Níu mánuðum síðar, í maí 1831, fór Heine yfir „Jórdanfljót, er skilur hið helga land frelsisins frá landi filisteanna.“ Hann settist að í París- arborg og þar átti hann eftir að bera beinin. ÚtlegSin „. . .þegar fiskur hittir annan fisk í djúpi hafsins og spyr að líðan hans, þá svarar liann: Mér líður eins vel og Heine í París.“ Með þessum orð- um segir Heine frá högum sínum í bréfi til vinar síns, rúmu ári eftir að hann settist að í París. Á engum stað undi Heine sér eins vel og í fæðing- arborg frönsku byltingarinnar, þess- ari borg, sem hann taldi ekki aðeins höfuðsetur Frakklands, heldur alls hins siðmenntaða heims. Minningin um júlíbyltinguna logar enn í æðum ferðalangsins, er hann leysir frá far- angri sínum og býr sig undir langa dvöl: „Guðir himinsins, sem horfðu á hina miklu viðureign urðu svo bergnumdir af hrifningu, að þeir hefðu helzt viljað standa upp af gull- stólum sínum, stíga niður til jarðar og verða borgarar í París.“ Nokkru áður en Heine kvaddi ætt- jörðina sagði hann í bréfi til Varn- hagens vinar síns, að hann mundi fara til Parísar og helga sig þar hinni nýju trú frelsisins og taka þar allar prestsvígslur. í ágústmánuði 1832 136
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.