Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 21
VEGUR AÐ HEIMAN - VEGUR HEIM
um sigri að lokum. En Snorri stígur
fram á sviðið fullþroska snillingur,
annarlegur og hrífandi, sterkur sem
brimskafl og viðkvæmur einsog
mímósublóm. Hann kynnir sig með
kvæðabók er hefst á einu dýrðlegasta
ljóði sem til er á íslenzka tungu, og
lýkur með stórbrotnum siguróði til
hins stríðandi mannlífs. Að ljúka
lestri þeirrar bókar er líkast því að
vera vakinn af ljúfum draumi sem
sárt var frá að vakna. En svo ríkur
er tónaseiður draumsins, að hann
fylgir manni inní vökuna og býr í
vitundinni æ síðan.
Nokkur ár líða, og Snorri réttir
okkur annað safn Ijóðrænna ger-
sema, sem sízt stendur hinu fyrra að
baki; og hefur þó íslenzku skáldi
sjaldan verið slíkur vandi á höndum
að kveðja sér hljóðs í annað sinn.
Hann hefur heillað okkur lýru-
strengurinn ljósi, sem undinn er úr
yndi skáldsins og þrá. Og við fylgj-
um þessum undarlega hörpuleikara
um byggðir og fjallvegu, þar sem
hann seiðir angandi gróður í urðir
og sanda og sveipar litskrúði um
gráa hlíð, hann laðar okkur framum
blásnar heiðar og inná öræfin þögul
og dul, sveiflar sprota Ijóðtöfra
sinna fyrir svörtum hömrum ís-
lenzkrar auðnar og opnar okkur
sjálfa furðuheima ævintýranna, þar
sem allt Ijómar af yndi og fegurð,
allt er kvikt af lífi, vafið ljósi og yl;
og við svipumst um í öræfakyrrð-
inni, sjáum vítt yfir landið, útyfir
blómlega dali og strendur, uppum
hnarrreistar hamraborgir og blik-
andi jökulhvel, og við sjáum að allt
er annað og fegurra en það áður
var, bergið litríkara, moldin gróður-
sælli og himindjúpið tærara, ásýnd
allrar náttúru svipmeiri og þó mild-
ari. En samt er landið óbreytt; því
töfrasprotinn hefur engan hulduham-
ar lostið, heldur einungis snert við
sljóum augum okkar, svo þau mættu
ljúkast upp fyrir hinni tignu fegurð
íslands.
Og með nýjum styrk slær hörpu-
leikarinn strengi sína; hann leiðir
okkur aftur til byggða, aftur heim
til starfs og skyldu. Og sjá, einnig
þar er allt orðið nýtt. Það mannlíf
sem þjakar okkur með kröfum og
dómum hefðar og anna, sá heimur
sem okkur hættir til að flýja frá í
spor útlagans, þegar gjörningaveðr-
ið villir um áttir, þegar flærð og þý-
lund hreykjast í hæstu sætum, en
hugsjón og göfgi er sparkað á dyr,
þessi sami mannheimur er nú orðinn
hið þráða frelsisathvarf, því frelsi er
ekki að finna nema þar sem fólkið
berst, þar sem mannlegur samhugur
fylgir fram trúnni á sigur sannleiks
og réttar.
Skáldið Snorri Hjartarson vitjaði
þjóðar sinnar á örlagastund. Og það
er sæmd hans, en hennar gæfa, að
honum var eigi vant þeirrar djörfu
drenglundar sem hinni ríku skáld-
115