Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 101
AÐ RITA SANNLEIKANN
sem segja sannleikann. Gallinn á
þeim er: þeir þekkja ekki sannleikann.
2. Vit til að segja sannleikann
Þar eð erfitt er að rita sannleik-
ann, af því að honum er hvarvetna
þröngvað, virðist flestum það hugar-
farsatriði, hvort ritaður er sannleik-
ur eða ekki. Þeir halda, að til þess
þurfi einungis hugrekki. Þeir gleyma
annarri þrautinni, þeirri, að finna
sannleikann. Fráleitt er að tala um,
að auðvelt sé að finna sannleikann.
Fyrst er nú það, að ekki er neinn
hægðarleikur að gera sér grein fvrir,
hvaða sannleikur sé sagnaverður.
Þannig stökkva t. d. í augsýn alls
heims hin stóru siðmenningarríki
hvert af öðru niður í dýpsta siðleysi.
Þar að auki veit hver maður, að inn-
anlandsstríðið, sem háð er með hin-
um hryllilegustu aðferðum, getur
hvenær sem vera skal breytzt í styrj-
öld ríkja í milli, sem ef til vill mun
leggja álfu vora í rústir. Þetta er tví-
mælalaust sannleikur, en auðvitað
eru til fleiri sannindi. Þannig er það
t. d. ekki rangt, að í stólum séu setur
og að regnið komi að ofan og falli
niður. Mörg skáld rita sannindi af
þessu tagi. Þau líkjast málurum, sem
mála kyrralífsmyndir á síður sökkv-
andi skipa. Fyrsta þraut vor er þeim
með öllu ókunn, og þó hafa þeir
góða samvizku. Ótruflaðir af hinum
voldugu, en ekki heldur snortnir af
ópum þeirra, sem ofríki eru beittir,
pára þeir myndir sínar. Hið fávíslega
háttalag þeirra skapar hjá þeim sjálf-
um „djúpa“ bölsýni, sem þeir selja
fyrir gott verð og raunar ætti frem-
ur rétt á sér í annarra hugskoti með
tilliti til þessara meistara og þessarar
verzlunar. Og samt sem áður er eng-
an veginn auðséð, að sannindi þeirra
séu af sama toga og þau um stólana
og regnið, þau hljóma venjulega allt
öðruvísi, eins og sannindi mikilvægra
hluta. Því að listræn tök eru einmitt
í því fólgin að Ijá mikilvægi því, sem
um er fjallað.
Einungis með nákvæmri aðgæzlu
sést, að þeir segja ekki annað en, að
stóll sé stóll og: enginn getur við því
gert, að regnið kemur að ofan og
fellur niður.
Þessir menn finna ekki þann sann-
leika, sem er sagnaverður. Aftur eru
aðrir, sem af alvöru fjalla um brýn-
ustu málin, óttast hvorki valdhafa né
fátækt, en megna þó ekki að finna
sannleikann. Þá skortir þekkingu.
Þeir eru fullir af gamalli hjátrú, af
frægum hleypidómum, sem fyrr á
tímum voru oft færðir í fallegan
búning. Heimurinn er of flókinn fyr-
ir þá, þeir þekkja ekki staðreyndirn-
ar og skilja ekki samhengið. Auk
skoðunar þarf þekkingu, sem hægt er
að afla, starfsaðferðir, sem hægt er
að tileinka sér. Á þessum tímum
flókinna aðstæðna og mikilla breyt-
inga er öllum rithöfundum nauðsyn
að þekkja rökþróunarkenningu efnis-
195