Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 116
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fræðilega grein fyrir sálrænum fyrir- brigðum þeim, sem hún leiddi í ljós. Jafnframt var hann kennari i tauga- sjúkdómafræði við háskólann í Vín í 36 ár. Hann skrifaði fjölda bóka um fræði sín. Heildarútgáfa af verkum hans fyllir 11 þykk bindi. Freud var snillingur í að setja fram hugsanir sínar í rituðu máli og margfróður um hin fj arskyldustu efni. Eru því rit hans mörg skemmtileg aflestrar og furðu auðskilin, þótt um vanda- söm fræðileg atriði sé rætt. Þess má geta, að Freud hlaut eitt sinn bókmenntaverðlaun. Voru það Goetheverðlaunin, sem honum voru veitt árið 1930. Aftur á móti er vert að harma, að hann fékk aldrei verð- laun Nobels fyrir læknisfræði, þótt hann ynni þeirri grein meira gagn en bókmenntunum. Eins og fyrr er getið, var Freud af gyðingaættum. Þegar Þjóðverjar réðust inn í Austurríki árið 1938, mátti hann þola ofsóknir af hendi nazista, sem gerðu eigur hans upp- tækar. Hann var þá aldraður maður og leið af ólæknandi krabbameini, sem átti eftir að draga hann til dauða. Fyrir bænastað erlendra vina hans fékk hann þó að flytja úr landi. Dvaldi hann í London til dauðadags, hins 23. september 1939. Áður en við tökum fræðikenning- ar Freuds til meðferðar, skulum við líta nánar á aðferð þá, sem hann notaði, sálkönnunina. Hún er ein- faldlega fólgin í því að láta sjúkling- inn koma sér vel fyrir og hvetja hann til að segja frá atburðum lið- innar ævi, hugsunum og tilfinning- um, hverju sem honum kemur í hug. Sálkönnuðurinn hefur auðvitað nokkur áhrif á frásögnina. Stjórnar henni að nokkru leyti með spurning- um, athugasemdum og skýringum, sem miða að því að fá fram mikil- væg atriði og meta gildi þeirra. Við þetta er smátt og smátt hægt að rifja upp atburði og aðstæður, sem mestan þátt hafa átt í mótun skapgerðar og persónuleika. Markmið sálkönnunar eða sál- greinandi meðferðar nú á dögum er að gera sjúklingnum ljóst, hvernig skapgerð hans hefur þróazt og mót- azt, svo að hann geti orðið fær um að breyta viðhorfum sínum til sjálfs sín og annarra og þar með skap- gerðareinkennum, svo að hann verði fær um að lifa eðlilegu lífi og aðlaga sig þjóðfélaginu á venjulegan hátt. Meðferð þessi er í rauninni visst enduruppeldi, þar sem reynt er að breyta persónuleikanum og bæta fyr- ir skaða þann, sem mistök í uppeldi hafa valdið. Sálkönnun er því að sjálfsögðu mjög tímafrek og dýr lækningarað- ferð. Verja þarf til hennar 2—3 klukkustundum á viku hverri og sjaldan tekur vel heppnuð meðferð 210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.