Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 59
MÁNINN LÍÐUR djúpt handan við höfin sem skilja sundur. Því fingurnir þegja ekki, þeir kunna ekki að þegja. Þeir senda boðin áfram til sálar- innar sem fær ekki frið í útlegðinni. Þá hugsar hann um sitt eigið höf- uð þar sem það liggur grafið í sand- inn. Þá hugsar hann um sitt eigið höfuð hvar það liggur millum stórra steina á botni hafsins tæra og bláa. Liggur þar, hinn hvíti rómverski marmari þess ættaður frá Carrara hrópar upp gegnum vatnsslæðurnar bláleitu: hrópar á þig. Enginn drátt- ur þess hreyfist: eilífð þess er marrn- ari. Augu þess lokast aldrei meir. Þangað ná fingur þínir ekki. Ná ekki að þreifa þá drætti sem þeir þekktu. Þitt eigið andlit. Höfuð þitt sem þeir ná ekki hversu djúpt sem þú seilist grönnum borandi fingrum í lausan sandinn á hinni hvítglóandi strönd. Þú sazt þar með fingur þína mjó- yddaða af hrjúfum hvítum hraða hverfisteinsins, angistarinnar sem svarf þá svo þeir kæmust leiðina í hin heitu heimkynni þangað sem þú kemst ekki, og kemst aldrei heim. Og þú vissir af þínum eigin bláu augum horfa, fólgnar lindir á óradjúpi und- ir sendinni auðn baðstrandarinnar. En hlauzt að sitja svona og láta á öngvu bera svo að baðgestimir sem höfðu allir eflaust greitt tilskilinn aðgangseyri veittu því ekki athygli að þú sazt án höfuðs í sandinum, og studdist á leitandi fingur þína. En fannst hvernig sandinn þraut bið- lund og fór að seytla inn um svarta ógn munnsins á þessu grafna höfði sem ekki var með neinu móti hægt að loka. Bara sitja kyrr. En þegar þú komst að vatninu um nóttina þegar allir voru farnir svo það virtist óhætt að fara á stjá •— þá ætlaðirðu að spegla rauðan hálsstúf- inn til að vita hvort nokkur leið væri að ganga þannig um fjölfarin stræti borgarinnar höfuðlaus — þá sástu að á hálsi þínum hvíldi höfuð: þú hafðir aldrei séð það fyrr, þetta höf- uð. Og þá namstu staðar við lágan vegg hátt á eynni og horfðir niður, en sást engan mann, en langt langt fyrir neðan var hafið með eintómu silfri, og það var ekkert höfuð fyrir neðan; þegar þú leizt yfir víðáttu hafsins sem var svo slétt sástu að nú var búið að færa höfuð þitt upp á himininn eins og kanóníseraðan kardínála, og silfri þess var sáldrað um sjóinn allan, og landið, og allt fólkið sem svo lengi hafði beðið undursins að það var loksins sofnað, og yfir alla hina mannlausu veröld og streymdi um allar_ æðar rétt eins og þú hefðir aldrei átt það en allir ættu það nema þú. Sem þú stóðst þar svo aleinn manna og horfðir á þetta og hendur þínar héldu á spegilmynd mánans hinu framandi höfði sem þú hafðir nú borið svo langa leið og fannst hið 153
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.