Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Qupperneq 6
Helgi Hálfdanarson
Flutningur bundins máls
(Á kennaramóti á Laugum vorið 1952)
Á þeim rúmlega fjórum áratugum, sem liðnir eru síðan þátturþessi varfluttur
norður í Þingeyjarsýslu, hef ég nokkrum sinnum flallað um sama eða mjög
svipað efni við ýmis tœkifæri, í rœðu eða riti, ogþástundum lagt eins eða á líkan
hátt út af einhverjum þeirra atriða og dæma, sem hér var gripið á. Ekki hef ég
þó kunnað við að breyta þessu rabbifrá því sem var.
1995 H.H.
Mér er gert að spjalla af lítilli kunnáttu um þann vanda að flytja bundið mál.
Við ætlum að reyna að gera okkur ljóst, hvert sé hlutverk þess sem fer með
kvæði, og hvaða ráð kynnu þar að reynast vænleg, ef einhver eru slík að um
verði fjallað.
Spyrja mætti: Hlýtur ekki það eitt að vera hlutverk lesarans að láta kvæðið
njóta sín sem bezt, hjálpa því með rödd sinni til að vekja hjá hlustendum þau
áhrif sem felast í efni þess og formi, svo sem það hvorttveggja er búið honum
í hendur af skáldinu? Hvað getur þá komið til álita? Á hann ekki einungis að
gæta þess að lesa svo hátt og skörulega að allir viðstaddir heyri, enda sé hann
hvorki hljóðvilltur né blestur á máli? Sér ekki kvæðið um sig sjálff að öllu
öðru leyti?
Hér er margs að gæta. Efni kvæðis er að nokkru leyti háð forminu, og í
flutningi á formið æði mikið undir lesaranum. Raunar verður flutningurinn
einn af þáttum formsins, og ekki sá veigaminnsti. Hann verður ævinlega
persónuleg aðild flytjandans að ljóðinu. Þar birtist það einkaviðhorf sem
sjaldnast verður hið sama, hverjir sem flytja.
Þegar ég heyri kunningja minn lesa fyrir mig kvæði sem mér var kunnugt
áður, finnst mér ef til vill ég heyra að nokkru annað kvæði en það sem ég
hafði sjálfur lesið. Ljóðið hafði í upphafi snortið hann með öðrum hætti en
mig, og nú reynir hann að túlka fyrir mér þau sérstöku áhrif á sinn frumlega
hátt með þeim ráðum sem formið leyfir. Ef til vill tekst honum þá að vekja
hjá mér skyld áhrif, svo kvæðið verður ríkara í vitund minni en áður var.
Nærri lætur, að vettvangur kvæðalesara sé á mótum efnis og forms. Þegar
4
TMM 1995:4