Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 8
Þar sem aldrei á grjóti gráu
gullin mót sólu hlæja blóm,
Hér er blandað saman trókum, daktílum og stúf.
Þegar lína endar á þungu atkvæði og þungt atkvæði kemur í upphafi næstu
línu, geta línuskilin orðið nokkuð þungbúin, oft kólguleg, dapurleg:
Yfir kaldan eyðl-sand / einn um nótt ég sveima.
Hér hefúr síðasta lið í tróka-línu verið breytt í stúf. Hins vegar er síðasta lið
í jamba-línu oft breytt í amfíbrakka; en þá verða létt atkvæði báðum megin
við línuskilin, sem geta þá orðið mýkri, bjartari, hlýrri:
Nú andar suðrið sæla vindum þýðwm, / á sjónum allar
En auðvitað leyftr allt bragform nokkurn veginn hvaða efni sem er.
Með endarími kemur upp ný hrynjandi samhliða bragliða-hrynjandinni
og markast af rímorðunum:
Enn ég um Fellaflóann geng,
finn eins og titring í gömlum streng,
Eining liða-hrynjandinnar er einn bragliður, en eining rímhrynjandinnar er
heil ljóðlína.
Loks er enn önnur hrynjandi vakin með Ijóðstöfunum, einatt óregluleg og
oft þægilega annarleg. Þegar vel er kveðið, má ftnna hvernig breytileg staða
stuðlanna fylgir efni ljóðlínunnar eftir, til dæmis:
Sál mín berst til hafs í jijótsins jáðmi.
og hins vegar:
Loft er /cyrrt. Ei fcvikar grein á baðmi.
Og loks geta hendingar komið alveg á óvart:
Kvöld með rauðri skikkju og bláum faldi.
Hér er þá komið til sögunnar annað aðal-einkenni bundins máls, það sem
kallað er bragskraut, en það er umfram allt fólgið í rími, ljóðstöfum og
hendingum; og er þó ekkert af slíku fastbundið íslenzkri braghefð nema
ljóðstafirnir.
6
TMM 1995:4