Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 18
Þeir eltu hann á átta hófahreinum, þá má eltu hann ekki renna saman og verða eltann, eins og það helzt vill verða, því ef línan tapar atkvæði, verður hún ónýt. Þessu hljóðgapi verður að halda opnu með offorsi í flutningi. Að lokum skal minnzt á eina ferskeytlu, sem reyndar ætti heima í úrvals- flokki íslenzkra ljóða, en það er stakan alkunna: Kvölda tekur, sezt er sól, sveimar þoka um dalinn; komið er heim á kvíaból kýrnar, féð og smalinn. Þessi vísa er svo fullkomið listaverk, að engum ætti að blandast hugur um að hún er gerð af mjög listfengu skáldi. Þó er hún eitt þeirra mörgu íslenzku snilldarverka, sem enginn veit höfund að, nema þann snilling, þjóðina sjálfa. Líklega er vandfundin betri sambúð forms og efnis en í þessu litla ljóði, þessu látlausa og þokkafulla málverki, sem gert er af slíkum næmleik, að við finnum ilm úr döggvotu grasi, sem hvergi er nefnt. Stundum er sagt, að sá sé verstur galli á ljóði, að það sé gallalaust. Hér er vitaskuld átt við þess háttar frávik frá grundvallar-reglum, sem hjá klaufum verða að braglýtum, en snillingar geta beitt sem listbrögðum til skrauts eða óvæntra áhrifa. Ferskeytla telst rétt kveðin á tvisvar sjö trókum, þar sem sá fjórði er þó stýfður. Frá þessu er samt æði oft vikið, oftast þannig að í upphaf línu er settur amfíbrakki eða daktíli í stað tróka, auðvitað með misjöfnum árangri, eftir því hver á heldur. I vísunni Kvölda fe/curbyrjar 3. lína á daktíla: „komið er“. Og tökum nú eftir hvað þessi bragliður er þarna til mikillar prýði; það er líkt og úr vandlega greiddu konuhári liðist ofurlítill lokkur niður yfír ennið í öðrum vanga og gefi fríðu andliti sérstakan persónuleik. Og það er varla tilviljun að þessi bragliður er einmitt settur í þá línuna sem kallar lifandi verur inn á svið þessarar stílhreinu landslagsmyndar. í þessari vísu er annað atriði sem vert er að minnast á. í 2. línu segir „sveimar þoka um dalinn". Hér er rennt saman sérhljóðum á þann veg, að öðrum þeirra er ofaukið í bragnum: „þoku um“; og þegar svo hagar til, verður ýmsum að fella niður fyrra sérhljóðann, hvernig sem á stendur, enda oft réttmætt; jafnvel getur bragurinn þurft þess með, eins og Ijóðlína Gríms: Ekki’ er ein báran stök Einatt er það þó matsatriði hvort betur hentar blæ ljóðlínunnar. Trúlega þykir flestum betur fara að segja: „að góður vinnudagur fær’ í hönd“, því i-ið 16 TMM 1995:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.