Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 33
Pascal Quignard
Um Johann Wolfgang von Goethe
í ljóði sem Goethe orti undir það síðasta segir: „Er ég á bökkum
Neckar? Er ég á bökkum Efrat?“ Skömmu fyrir andlátið skrifaði
Johann Wolfgang von Goethe náttlampanum sínum bréf. Síðan spil-
aði hann vist við konuna sína ungu. Hann hryllti við hundum. Hann
drakk heila vínflösku með hverri máltíð. Goethe skrifaði: „Einhver
óræður hluti allra nafna er nafnlaus.“ Áttatíu og tveggja ára lét hann
setja hauspúða á bakið á stólnum sem hann sat í við skriftir.
Búddamunkur var dæmdur í útlegð fyrir glæp. Dómarinn fyrir-
skipaði að hann skyldi handjárnaður. Fyrir framan sig, í sjálfum
salnum þar sem réttur var settur, lét dómarinn læsa gapastokk um háls
honum með lykli, afhenti einum hermannanna sem þarna stóðu vörð
lykilinn og fól honum að fara undireins með búddamunkinn út að
næstu landamærastöð. Vörðurinn teymdi búddamunkinn þegar af
stað.
Leiðin til landamæranna var löng. Þeir áðu því í gistihúsi. Háls og
hendur búddamunksins voru fjötraðar og hann spurði vörðinn hvort
hann gæti losað um pyngjuna sem hann bar í beltinu því hann væri
dauðþyrstur og langaði að bjóða honum upp á drykk sér til samlætis.
Réttarvörðurinn þakkaði búddamunknum hugulsemina, laut fram
og losaði um hnútinn á pyngjunni. Eigandi gistihússins kom með
pyttlu af víni. Vörðurinn bar skálina upp að vörum búddamunksins
og gaf honum að drekka. Sjálfur drakk hann ótæpilega, enda laus og
liðugur. Eigandi gistihússins kom með aðra pyttlu. í sama mund leið
vörðurinn útaf steinsofandi, ofurölvi.
Hljóðlega krýpur búddamunkurinn; hann beitir tönnunum; nær
lyklunum af verðinum sem bar þá í beltisstað; leggur þá á flísalagt
salargólfíð. Búddamunkurinn leggst endilangur á gólfið, veltir sér á
hlið og nær lyklunum. Honum tekst að losa af sér gapastokkinn. Hann
stendur á fætur. Klæðir réttarvörðinn úr hverri spjör. Fer í fötin hans
TMM 1995:4
31