Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 44
Árni Bergmann Víkingaleikrit Maxíms Gorkíjs I Árið 1917 mæðist Maxím Gorkíj í mörgu eins og vonlegt er. Keisarastjórnin í Rússlandi hefur hrökklast ffá völdum við lítinn orðstír í miðri heimsstyrj- öld, byltingin er í garð gengin og hver og einn er dæmdur til að taka afstöðu til þess hvert hann vilji að hún stefni. Ekki síst einn helsti rithöfundur landsins, maður sem hafði snemma gerst boðberi stormsins mikla sem í vændum var og brjóta skyldi hlekki ánauðar, fátæktar og fáfræði. Gorkíj hafði vissulega verið í hópi hinna róttækustu meðal Rússa, hann hafði oftar en ekki átt samleið með Lenín og bolsevíkum hans. Hann hrífst af hinu mikla uppgjöri sem nú er fyrir dyrum, af því að loks hefúr það gerst sem um munar — hann skrifar um þetta leyti í blaðagrein að „betra er að brenna upp í eldi byltingarinnar en að rotna hægt í skólpsvelg keisaraveld- isins“' En þetta sama byltingarár gerast tíðindi á ferli Gorkíjs sem sovésk bókmenntasaga reyndi lengst af að þegja yfir eða gera sem minnst úr. Höfúðskáld öreiganna, eins og Gorkíj var síðar nefndur, trúir því ekki að með valdatöku bolsevíka í október sé tekið stökk inn í ríki frelsisins. Hann er ekki fullur bjartsýni og vona um betri tíð, hann ber ugg og illan grun í brjósti. Gorkíj gefur um þetta leyti út blað sem hét „Nýtt líf‘ og var málgagn hóps sósíalista sem vildu sem breiðasta samstöðu lýðræðisafla um rússnesku byltinguna og vöruðu við valdatöku og valdaeinokun bolsevíka. Honum sýnist að þeir vilji purkunarlaust etja Rússlandi út í blóðuga tilraun með heimsbyltingu og leysist þá úr læðingi „harðstjórn hálfólæss skríls“. Allt fari úr böndum, „grimmd götunnar“ og tortímingaræði bændanna muni eyði- leggja það sem til er af menntun og menningu í landinu. Menntamönnum, intelligentsíunni, sem svo lengi hafi lagt sig fram um að efla mannúð og upplýsingu, verði kastað fyrir borð. Veður eru öll válynd og því tekur þessi rómantíski róttæklingur það að sér að vera „ávallt villutrúarmaður" og boðar nauðsyn þess að hann og hans líkar taki sér rétt til að „gagnrýna hvaða stjórn sem er“ — og þá einnig byltingarstjórnina: 42 TMM 1995:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.