Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 44
Árni Bergmann
Víkingaleikrit Maxíms Gorkíjs
I
Árið 1917 mæðist Maxím Gorkíj í mörgu eins og vonlegt er. Keisarastjórnin
í Rússlandi hefur hrökklast ffá völdum við lítinn orðstír í miðri heimsstyrj-
öld, byltingin er í garð gengin og hver og einn er dæmdur til að taka afstöðu
til þess hvert hann vilji að hún stefni. Ekki síst einn helsti rithöfundur
landsins, maður sem hafði snemma gerst boðberi stormsins mikla sem í
vændum var og brjóta skyldi hlekki ánauðar, fátæktar og fáfræði.
Gorkíj hafði vissulega verið í hópi hinna róttækustu meðal Rússa, hann
hafði oftar en ekki átt samleið með Lenín og bolsevíkum hans. Hann hrífst
af hinu mikla uppgjöri sem nú er fyrir dyrum, af því að loks hefúr það gerst
sem um munar — hann skrifar um þetta leyti í blaðagrein að „betra er að
brenna upp í eldi byltingarinnar en að rotna hægt í skólpsvelg keisaraveld-
isins“' En þetta sama byltingarár gerast tíðindi á ferli Gorkíjs sem sovésk
bókmenntasaga reyndi lengst af að þegja yfir eða gera sem minnst úr.
Höfúðskáld öreiganna, eins og Gorkíj var síðar nefndur, trúir því ekki að
með valdatöku bolsevíka í október sé tekið stökk inn í ríki frelsisins. Hann
er ekki fullur bjartsýni og vona um betri tíð, hann ber ugg og illan grun í
brjósti.
Gorkíj gefur um þetta leyti út blað sem hét „Nýtt líf‘ og var málgagn hóps
sósíalista sem vildu sem breiðasta samstöðu lýðræðisafla um rússnesku
byltinguna og vöruðu við valdatöku og valdaeinokun bolsevíka. Honum
sýnist að þeir vilji purkunarlaust etja Rússlandi út í blóðuga tilraun með
heimsbyltingu og leysist þá úr læðingi „harðstjórn hálfólæss skríls“. Allt fari
úr böndum, „grimmd götunnar“ og tortímingaræði bændanna muni eyði-
leggja það sem til er af menntun og menningu í landinu. Menntamönnum,
intelligentsíunni, sem svo lengi hafi lagt sig fram um að efla mannúð og
upplýsingu, verði kastað fyrir borð. Veður eru öll válynd og því tekur þessi
rómantíski róttæklingur það að sér að vera „ávallt villutrúarmaður" og
boðar nauðsyn þess að hann og hans líkar taki sér rétt til að „gagnrýna hvaða
stjórn sem er“ — og þá einnig byltingarstjórnina:
42
TMM 1995:4