Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 45
Glæpir gegn einstaklingum mega ekki skyggja á hina miklu ham- ingju frelsisins — ella munum vér myrða ffelsið með eigin hönd- um.2 Á þessa leið er Gorkíj að skrifa í blað sitt allt fram í júlí 1918 að Lenín lætur stöðva útgáfu þess fyrir fullt og allt. Um svipað leyti byrjar Gorkíj mikið og erfitt starf að því að bjarga sem flestum rússneskum menntamönnum, skáldum, listamönnum, fræðimönnum, yfir tíma borgarastríðs og neyðar, koma í veg fyrir að þeir falli úr hungri. Um leið leitar hann leiða til að finna því skásta í rússnesku menntalífi stað í byltingarsamfélaginu, í þeirri von að það verði þá rismeira og mannúðlegra. Af því er mikil saga, sem ekki verður rakin hér.3 En því er á þessa hluti minnt, að þeir sýnast gera það enn undarlegra en ella, að einmitt á þessum árum, 1917-1919, er Maxím Gorkíj að leggja drög að leikriti í ljóðum um norræna víkinga! Öðru hvoru tekur sá maður sem síðar var kallaður höfuðsmiður sósíalrealismans sovéska sér orlof frá stórtíðindum byltingarinnar til að rifja upp sitt af hverju um Miðgarð og Valhöll, hernað víkinga í Garðaríki og Miklagarði, hefndarskyld- ur og Höfúðlausn Egils Skallagrímssonar. II Þessi drög er að frnna í sjötta bindi Skjalasafns Gorkíjs sem út kom á vegum Sovésku vísindakademíunnar árið 1957.4 Leikritið átti að heita „Normanny“ en svo kalla Rússar einatt norræna menn þess tíma, hvort sem þeir voru niður komnir í Noregi, Normandie eða Garðaríki. Varðveist hafa 19 textar mislangir. Fyrstu þrír eru listar með nöfnum persóna og fara þar fyrst „Ingigerda“, ekkja Sveins Goða („Sven Gúd“) jarls, vinkona hennar Brana, bróðir hennar Eymund, víkingurinn Úlfar (eða Volf) og sonur hans ívar. Fjórði og fimmti texti eru lengstir og heillegastir, þeir sýnast vera upphaf leiksins. Hann hefst á því að Ingigerður jarlsekkja situr á klettaströnd, konur og karlar kveðast á á þessa leið: Sá hrausti Eiríkur blóðöx (Erik Blodixa) tók skáldið Egil til fanga Og mælti ógnandi orðum: Syng þú mér runhendu (rúngenda) strax úr þrjú hundruð fjörtíu og tveim orðum Ella verður þú drepinn! Skáldið Egill glotti sínum gullmunni TMM 1995:4 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.