Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 56
Anton Tsjekhov Eftir leikhúsferðina Um leið og Nadja Zelenína kom heim úr leikhúsinu þar sem hún og móðir hennar höfðu verið viðstaddar sýningu á óperunni „Jevgeníj Onegín“, flýtti hún sér upp í herbergið sitt, snaraði sér úr kjólnum, leysti fléttuna og settist við skrifborðið í pilsinu og hvítum bol einum saman til að skrifa sams konar bréf og Tatjana. — Ég elska yður, skrifaði hún, — en þér elskið mig ekki, elskið mig ekki! Hún las orðin og hló. Hún var aðeins sextán ára og hafði enn ekki orðið ástfangin. Hún vissi að bæði Gornyj liðsforingi og stúdentinn Grúzdjov voru hrifnir af henni, en nú eftir óperuna, kaus hún að efast um ást þeirra. Hana langaði að vera forsmáð og óhamingjusöm — en spennandi! Henni fannst það eitthvað svo fallegt, hjartnæmt og skáldlegt þegar annar aðilinn var ástfanginn en hinum stóð á sama. Það áhugaverða við Onegín var einmitt að hann var áhugalaus og Tatjana var hrífandi vegna þess að hún var ástfangin. Ef þau elskuðu hvort annað jafn mikið og væru hamingjusöm, þá hlyti manni að finnast þau hálfleið- inleg. — Hættið að fullvissa mig um ást yðar. Nadja hélt áfram að skrifa með Gornyj liðsforingja í huga. — Ég get ómögulega trúað yður. Þér eruð afar gáfaður, menntaður og alvöru- gefinn. Þér hafið mikla hæfileika og ef til vill eigið þér glæsta framtíð fýrir höndum, en ég er einföld, lítilsverð stúlka og þér vitið fullvel að ég yrði yður bara fjötur um fót. Að vísu er það satt að þér urðuð hrifinn af mér og hélduð að þér hefðuð fundið þá einu réttu, en það voru mistök. Og nú spyrjið þér sjálfan yður í örvæntingu: Hvers vegna kynntist ég þessari stúlku? Það er einungis góðmennska yðar sem hindrar yður í að viðurkenna það! Nadja var farin að vorkenna sjálffi sér, hún fór að snökta og hélt áffam: 54 TMM 1995:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.