Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 57
— Ég get ekki hugsað mér að yfirgefa mömmu og bróður minn, annars klæddist ég munkakufli og færi burt sem leið bggur. Þér yrðuð frjáls og gætuð elskað aðra. Ó, bara að ég væri dauð! Henni var ómögulegt að lesa það sem hún hafði skrifað fyrir tárum. Örsmá regnbogabrot glitruðu á borðinu, gólfinu og í loftinu eins og Nadja væri að horfa í gegnum margstrending. Hún var hætt að geta skrifað og hún hallaði sér aftur í stólnum og fór að hugsa um Gornyj. Guð minn góður, hversu áhugaverðir, hversu dásamlegir eru ekki karlmenn! Nadja minntist þess hversu yndislegur liðsforinginn varð á svipinn þegar hann tók þátt í samræðum um tónlist, allt í senn biðjandi, sakbitinn og blíður, og hvernig hann gerði sér far um að leyna tilfinningum sínum. Það var í tísku og þótti bera vott um gott uppeldi og göfuglyndi að vera þóttafullur og áhugalaus og mönnum bar að hafa hemil á tilfinningum sínum. Og hann reyndi að leyna þeim en tókst það ekki og allir vissu vel að hann hafði ástríðufullt dálæti á tónlist. Endalausar samræður um tónlist og sleggjudómar skilnings- sljórra manna ollu því að hann var stöðugt á nálum, smeykur, styggur og fámáll. Hann spilaði frábærlega á píanó, alveg eins og alvörupíanó- leikari. Ef hann hefði ekki orðið liðsforingi hefði hann að öllum líkindum orðið frægur tónlistarmaður. Tárin voru þornuð og Nadja mundi að Gornyj hafði játað henni ást sína á sinfoníutónleikum og aftur nálægt fatahenginu niðri þar sem var dragsúgur úr öllum áttum. — Það gleður mig að þér skulið loks hafa kynnst Grúzdjov, hélt hún áfram. — Hann er mjög greindur og yður mun örugglega líka vel við hann. I gær kom hann í heimsókn og sat hjá okkur til klukkan tvö. Við vorum öll yfir okkur hrifin og mér þótti leitt að þér skylduð ekki líta við hjá okkur. Hann sagði svo margt merkilegt. Nadja iagðist fram á borðið með höfuðið á krosslögðum handleggj- unum. Hár hennar breiddi sig yfir bréfið. Hún fór að hugsa um það að Grúzdjov elskaði hana líka og að hann ætti alveg eins rétt á bréfi frá henni og Gornyj. Væri ekki í raun réttara að skrifa honum? Hún fann allt í einu fyrir óvæntri gleðitilfmningu án þess að gera sér grein fyrir ástæðunni. Fyrst var þetta bara dálítill fiðringur sem skoppaði í brjósti hennar eins og gúmmíbolti, síðan breiddi hann úr sér, stækkaði og hvolfdist yfir hana eins og alda. Nadja var búin að gleyma Gornyj og Grúzdjov, hugsanir hennar urðu óskýrar og gleðin óx jafnt og þétt, TMM 1995:4 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.