Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 57
— Ég get ekki hugsað mér að yfirgefa mömmu og bróður minn,
annars klæddist ég munkakufli og færi burt sem leið bggur. Þér yrðuð
frjáls og gætuð elskað aðra. Ó, bara að ég væri dauð!
Henni var ómögulegt að lesa það sem hún hafði skrifað fyrir tárum.
Örsmá regnbogabrot glitruðu á borðinu, gólfinu og í loftinu eins og
Nadja væri að horfa í gegnum margstrending. Hún var hætt að geta
skrifað og hún hallaði sér aftur í stólnum og fór að hugsa um Gornyj.
Guð minn góður, hversu áhugaverðir, hversu dásamlegir eru ekki
karlmenn! Nadja minntist þess hversu yndislegur liðsforinginn varð
á svipinn þegar hann tók þátt í samræðum um tónlist, allt í senn
biðjandi, sakbitinn og blíður, og hvernig hann gerði sér far um að
leyna tilfinningum sínum. Það var í tísku og þótti bera vott um gott
uppeldi og göfuglyndi að vera þóttafullur og áhugalaus og mönnum
bar að hafa hemil á tilfinningum sínum. Og hann reyndi að leyna þeim
en tókst það ekki og allir vissu vel að hann hafði ástríðufullt dálæti á
tónlist. Endalausar samræður um tónlist og sleggjudómar skilnings-
sljórra manna ollu því að hann var stöðugt á nálum, smeykur, styggur
og fámáll. Hann spilaði frábærlega á píanó, alveg eins og alvörupíanó-
leikari. Ef hann hefði ekki orðið liðsforingi hefði hann að öllum
líkindum orðið frægur tónlistarmaður.
Tárin voru þornuð og Nadja mundi að Gornyj hafði játað henni ást
sína á sinfoníutónleikum og aftur nálægt fatahenginu niðri þar sem
var dragsúgur úr öllum áttum.
— Það gleður mig að þér skulið loks hafa kynnst Grúzdjov, hélt hún
áfram. — Hann er mjög greindur og yður mun örugglega líka vel við
hann. I gær kom hann í heimsókn og sat hjá okkur til klukkan tvö. Við
vorum öll yfir okkur hrifin og mér þótti leitt að þér skylduð ekki líta
við hjá okkur. Hann sagði svo margt merkilegt.
Nadja iagðist fram á borðið með höfuðið á krosslögðum handleggj-
unum. Hár hennar breiddi sig yfir bréfið. Hún fór að hugsa um það
að Grúzdjov elskaði hana líka og að hann ætti alveg eins rétt á bréfi
frá henni og Gornyj. Væri ekki í raun réttara að skrifa honum? Hún
fann allt í einu fyrir óvæntri gleðitilfmningu án þess að gera sér grein
fyrir ástæðunni. Fyrst var þetta bara dálítill fiðringur sem skoppaði í
brjósti hennar eins og gúmmíbolti, síðan breiddi hann úr sér, stækkaði
og hvolfdist yfir hana eins og alda. Nadja var búin að gleyma Gornyj
og Grúzdjov, hugsanir hennar urðu óskýrar og gleðin óx jafnt og þétt,
TMM 1995:4
55