Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 59
Tsjekhov og smásagan Eftir leikhúsferðma
Eftir leikhúsferðitia birtist fyrst undir heitinu Gleði í dagblaðinu Peter-
búrgskaja gazeta þann 7. apríl 1892. Tsjekhov var þá orðinn þekktur
rithöfundur með ótal smásögur að baki. Rúmur áratugur var liðinn frá
því að hann birti fyrstu kímnisögur sínar í skopblöðum Moskvuborgar.
Eftir leikhúsferðina er líklega ein fyrsta smásagan sem Tsjekhov samdi
á sveitarsetri sínu Melíkhovo, en þangað flutti hann frá Moskvu í mars
1892. Hann hafði um skeið helgað sig leikritaskrifiim en þegar sýningar
á tveimur leikritum hans ívanov og Skógarpúkanum misheppnuðust
sama ár (1889) gerði hann hlé á leikritun, tók sér á hendur ferð til
fangaeyjarinnar Sakhalín, skrifaði bók um dvöl sína þar og sneri sér
aftur að smásögunum. Á þeim sjö árum sem hann bjó í Melíkhovo
samdi hann margar sínar bestu og þekktustu smásögur. Fyrsta árið þar
samdi hann t.a.m., auk smásögunnar sem birtist hér, sögurnar Engi-
sprettan, í útlegð, Nágrannar og Deild nr. 6.
Getur hafa verið að því leiddar að sagan Eftir leikhúsferðina hafi
upphaflega átt að vera kafli í skáldsögu sem Tsjekhov var að semja í lok
níunda áratugarins. Skáldsagan átti að heita Sögur úr lífi vina minna og
vera röð stuttra ffásagna sem tengdust innbyrðis, fjölluðu um sömu
persónurnar og skyld viðfangsefni. Tsjekhov lauk aldrei við skáldsög-
una en notfærði sér að hluta efnivið hennar í sögurnar Maður í hulstri,
Stikilsber og Um ást sem voru gefnar út 1898. Einnig eru til handrit að
tveimur númeruðum sögum: HjáZelenínfjölskyldunni (1) og Bréfið (3)
sem eiga það sameiginlegt að persónurnar tilheyra sömu fjölskyldu og
atburðarásin snýst að einhverju leyti um sendibréf.
Á.A.
TMM 1995:4
57