Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 64

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 64
andvari lék um andlit hans; í austri sá hann dimmbláan árbjarma rjúfa næturtjaldið mikla úti við sjóndeildarhringinn, úti í Júdaauðninni. Hann mundi þá hvar hann var staddur og leit í kringum sig eftir vinum sínum. Þeir lágu þarna enn sofandi; háværar hrotur Jakobs rufu kyrrð síðnæturinnar á nánast dónalegan hátt. Hann skimaði í átt til borgar- innar, þar sem glytti í einstaka flöktandi skímu í glugga. En öllu nær, um fimmtíu föðmum fyrir neðan hann í hlíðinni, sá hann bjarma nokkurra kyndla í reglulegri röð, sem liðuðust áfram eins og eldorm- ur; þar heyrði hann líka letilegt fótatak nokkurra manna, og fjarlægt ískur, líkt og mátti heyra í járnslegnum skjöldum rómversku her- mannanna, er þeir nerust tilviljunarkennt saman. Þarna var eflaust rómversk varðsveit á ferð, verndarar friðarins í Júdeu, skjól fólksins gegn hryðjuverkum þjóðæsingarmanna og trúarbrjálæðinga. Hosanna! Guði sé lof að þetta var aðeins draumur. Mannorð gamals manns Eftir tveggja klukkustunda dvöl í baðherbergjum sínum sneri hann aftur í borðsalinn, þreyttur en endurnærður, og lagðist á einn legu- bekkinn. Hár spengilegur Núbíuþrællinn bar inn silfurfat með döðl- um og fíkjum, lagði það orðalaust á borðið fyrir framan hann og hvarf jafn hljóðlaust og hann hafði birst. Gamli maðurinn lá enn um sinn á bakinu með augun lukt. Ljúf angan af hinu moskusblandaða cerotna, sem nuddarinn hafði roðið á líkama hans, sveif að vitum. Er hann neri höndum innan undir kyrtlinum fann hann barnsmjúka húðina; olían hafði síast vel inn í hörund hans. Er hann hafði legið svona dágóða stund, hreyfingarlaus, nema hvað höndin neri magann, reisti hann sig upp á olnbogann, greip eina döðlu og nartaði í. Það var honum ofraun að liggja lengi á bakinu. Þá var sem þessi hvelfdi magi legðist ofan á hann af öllum sínum þunga og minnti um leið á öll sín ár, öll sín góðu ár. Hann stóð upp með allnokkrum erfiðismunum og gekk að vestur- glugganum. Úr borðsalnum var sýn til þriggja átta, en nú valdi hann vesturgluggann, því að í þeirri átt tendraði aftanskæra skýlausan hálfrökkvaðan himininn yfir auðninni. Þessi fallega sýn snerti ein- 62 TMM 1995:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.