Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 64
andvari lék um andlit hans; í austri sá hann dimmbláan árbjarma rjúfa
næturtjaldið mikla úti við sjóndeildarhringinn, úti í Júdaauðninni.
Hann mundi þá hvar hann var staddur og leit í kringum sig eftir vinum
sínum. Þeir lágu þarna enn sofandi; háværar hrotur Jakobs rufu kyrrð
síðnæturinnar á nánast dónalegan hátt. Hann skimaði í átt til borgar-
innar, þar sem glytti í einstaka flöktandi skímu í glugga. En öllu nær,
um fimmtíu föðmum fyrir neðan hann í hlíðinni, sá hann bjarma
nokkurra kyndla í reglulegri röð, sem liðuðust áfram eins og eldorm-
ur; þar heyrði hann líka letilegt fótatak nokkurra manna, og fjarlægt
ískur, líkt og mátti heyra í járnslegnum skjöldum rómversku her-
mannanna, er þeir nerust tilviljunarkennt saman. Þarna var eflaust
rómversk varðsveit á ferð, verndarar friðarins í Júdeu, skjól fólksins
gegn hryðjuverkum þjóðæsingarmanna og trúarbrjálæðinga.
Hosanna! Guði sé lof að þetta var aðeins draumur.
Mannorð gamals manns
Eftir tveggja klukkustunda dvöl í baðherbergjum sínum sneri hann
aftur í borðsalinn, þreyttur en endurnærður, og lagðist á einn legu-
bekkinn. Hár spengilegur Núbíuþrællinn bar inn silfurfat með döðl-
um og fíkjum, lagði það orðalaust á borðið fyrir framan hann og hvarf
jafn hljóðlaust og hann hafði birst. Gamli maðurinn lá enn um sinn
á bakinu með augun lukt. Ljúf angan af hinu moskusblandaða cerotna,
sem nuddarinn hafði roðið á líkama hans, sveif að vitum. Er hann neri
höndum innan undir kyrtlinum fann hann barnsmjúka húðina; olían
hafði síast vel inn í hörund hans.
Er hann hafði legið svona dágóða stund, hreyfingarlaus, nema hvað
höndin neri magann, reisti hann sig upp á olnbogann, greip eina
döðlu og nartaði í. Það var honum ofraun að liggja lengi á bakinu. Þá
var sem þessi hvelfdi magi legðist ofan á hann af öllum sínum þunga
og minnti um leið á öll sín ár, öll sín góðu ár.
Hann stóð upp með allnokkrum erfiðismunum og gekk að vestur-
glugganum. Úr borðsalnum var sýn til þriggja átta, en nú valdi hann
vesturgluggann, því að í þeirri átt tendraði aftanskæra skýlausan
hálfrökkvaðan himininn yfir auðninni. Þessi fallega sýn snerti ein-
62
TMM 1995:4