Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 68
bOOt a6-Z.b-oi-
að versta svikara! Hann las um vini sína, Pétur og Jakob og Andrés og
Tómas og Matteus, sem lýst var í ritunum sem sauðtryggum og
trúuðum fylgismönnum Josua. Ef hann mundi rétt, þá höfðu þeir eytt
mestum sínum tíma í slark og slæmt kvenfólk í vafasömum borga-
hverfum. Eitt ritið var meira að segja eignað Matteusi, sem hvorki var
læs né skrifandi! Þar las hann sjálfur, Judah ben-Ishcariot, um eigin
dauða sinn fyrir fimmtíu árum, er hann átti að hafa hengt sig! Þeir
gátu ekki einu sinni farið rétt með launin! Þrjátíu silfurdenarar? Hann
hafði fengið þá upphæð greidda fjörutíufalda. í öðru riti, sem eignað
var einhverju Þeófílusi (hver sem það nú var) og rakti sögu lærisvein-
anna eftir aftöku Josua, las hann aðra útgáfu af eigin dauða. Þar var
sagt að Judah hefði steypt sér á höfuðið og brostið í miðju, svo iðrin
lágu öll úti! Hvílíkur rakalaus þvættingur og botnlausar ýkjur! Gamli
maðurinn neri aftur magann, líkt og til að fullvissa sig um að iðrin
væru enn inni. Þetta var ekki hin gyðinglega sagnahefð, þetta voru
dæmigerðar grískar ýkjusögur. Það kumraði í gamla manninum, er
hann hló í kampinn. Ef til vill gæti hann lögsótt einhvern fyrir níð og
fengið nokkrar sestertíur fyrir. Víða var aurinn að fá. Og þegar öllu
var á botninn hvolft, varð einnig að huga að mannorðinu.
Ævikvöldið, já. Ætlunarverkinu var að ljúka. Ef hann fengi nú
eingöngu þær fregnir að syninum hefði tekist að kaupa sér rómversk-
an þegnrétt hjá Dómitíanusi — sem var víst örlátur á slíkt, ef vel var
boðið — gæti hann dáið glaður. Þá mundi nafn hans ef til vill lifa ögn
lengur en annarra skattlandsbúa, sem hverfa flestir ónefndir í djúp
sögunnar.
66
TMM 1995:4