Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 68
bOOt a6-Z.b-oi- að versta svikara! Hann las um vini sína, Pétur og Jakob og Andrés og Tómas og Matteus, sem lýst var í ritunum sem sauðtryggum og trúuðum fylgismönnum Josua. Ef hann mundi rétt, þá höfðu þeir eytt mestum sínum tíma í slark og slæmt kvenfólk í vafasömum borga- hverfum. Eitt ritið var meira að segja eignað Matteusi, sem hvorki var læs né skrifandi! Þar las hann sjálfur, Judah ben-Ishcariot, um eigin dauða sinn fyrir fimmtíu árum, er hann átti að hafa hengt sig! Þeir gátu ekki einu sinni farið rétt með launin! Þrjátíu silfurdenarar? Hann hafði fengið þá upphæð greidda fjörutíufalda. í öðru riti, sem eignað var einhverju Þeófílusi (hver sem það nú var) og rakti sögu lærisvein- anna eftir aftöku Josua, las hann aðra útgáfu af eigin dauða. Þar var sagt að Judah hefði steypt sér á höfuðið og brostið í miðju, svo iðrin lágu öll úti! Hvílíkur rakalaus þvættingur og botnlausar ýkjur! Gamli maðurinn neri aftur magann, líkt og til að fullvissa sig um að iðrin væru enn inni. Þetta var ekki hin gyðinglega sagnahefð, þetta voru dæmigerðar grískar ýkjusögur. Það kumraði í gamla manninum, er hann hló í kampinn. Ef til vill gæti hann lögsótt einhvern fyrir níð og fengið nokkrar sestertíur fyrir. Víða var aurinn að fá. Og þegar öllu var á botninn hvolft, varð einnig að huga að mannorðinu. Ævikvöldið, já. Ætlunarverkinu var að ljúka. Ef hann fengi nú eingöngu þær fregnir að syninum hefði tekist að kaupa sér rómversk- an þegnrétt hjá Dómitíanusi — sem var víst örlátur á slíkt, ef vel var boðið — gæti hann dáið glaður. Þá mundi nafn hans ef til vill lifa ögn lengur en annarra skattlandsbúa, sem hverfa flestir ónefndir í djúp sögunnar. 66 TMM 1995:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.