Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 81
gjörólíkri stöðu gagnvart raunveruleikanum en aðrar „eftirlíkjandi“ list-
greinar. Þetta sérkenni ljósmyndarinnar stafar af því að hún hefur því sem
næst sömu verufræðilegu stöðu og hluturinn sem myndaður var: „Ljósmynd-
in sem slík og hluturinn sem slíkur deila með sér sameiginlegri verund, sem
líkja má við fingrafar."10 Ljósmyndin er eins og „spor“ sem hluturinn skilur
eítir sig, „afsteypa“ hans eða „dauðagríma". Ljósmyndin er „hluturinn sjálf-
ur, hluturinn frelsaður undan þeim skilyrðum tíma og rúms sem stjórna
honum“ og hlýtur verund sína með „tilfærslu raunveruleikans frá hlutnum
til eftirmyndar sinnar.“n Ólíkt raunsæismálverki sem ávallt verður til fyrir
tilstuðlan ákveðinna sjónrænna „blekkinga“ (svo sem notkun fjarvíddar-
hrifa) er ljósmyndin því sem næst „náttúrleg afurð“ af sama toga og hlutur-
inn, fyrirmynd hennar. Hún beitir engum sjónrænum blekkingum heldur
„endurskapar heiminn í hans eigin mynd“12 og er þar af leiðandi á engan
hátt eftirlíking hans í sama skilningi og raunsæismálverk.13
Bazin lætur þó ekki staðar numið við að varpa nýju ljósi á verufræðilega
stöðu ljósmyndarinnar heldur beinir „kastara“ skilgreiningarinnar að kvik-
myndagerðinni sjálffi. I því ljósi þykir honum sýnt að ljósmyndinni/kvik-
myndinni beri ávallt að halda sig sem næst þessum „náttúrlega uppruna“
sínum. Öll meiriháttar frávik frá þessu verða þá til marks um nokkurs konar
óeðli. Þannig lýsir Bazin t.a.m. formtilraunum þýsku expressjónistanna á
öðrum og þriðja áratug aldarinnar sem „ofbeldi af öllum hugsanlegum toga
gagnvart eiginleikum ímyndarinnar“.14 Kvikmyndin tengist hlutveruleikan-
um órofa böndum, að mati Bazin, og ætti því að keppast við að sýna hann í
eins hreinni mynd og mögulegt er. Hvers kyns óþarfa „meðhöndlun"
myndefnisins (svo sem stílræn lýsing að hætti expressjónistanna eða
„klippikúnstir“ í anda Eisensteins), allt sem gert er til að „bæta einhverju við“
hlutveruleikann, er eitur í hans beinum.
IV
Með þessum yfirlýsingum sínum var Bazin í rauninni að beina spjótum
sínum í tvær áttir í senn. Annars vegar var hann að ráðast á ýmsar eldri
kenningar um eðli kvikmyndarinnar sem víða máttu heita viðteknar — þá
einkum kenningar Eisensteins, þar sem „táknræn klipping“ er gerð að
undirstöðu kvikmyndalistarinnar. Hins vegarvar Bazin með þessu að gagn-
rýna þá þróun — eða afturför, öllu heldur — sem hann taldi sig sjá innan
stærsta geira kvikmyndalistarinnar, sögumyndarinnar, sem að mestu mátti
heita laus við „myndrænt ofbeldi" að hætti þeirra Lang og Wiene eða
Eisenstein og Vertov, en hélt þó samt sem áður ekki tryggð við veruleikann
nema að takmörkuðu leyti. Sögumyndir væru vissulega flestar í raunsæis-
TMM 1995:4
79