Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 104
þegar ástandið var verra og hún lýsir því yfir að þetta fátækrahverfi sé ekki fyrir nokkurn mann að búa í. Við fáum ekki neinar upplýsingar um það í myndinni hvort myndatökumanninum hafi verið leyft að rýna inn fyrir þröskuldi fólksins í hverfinu eða hvort hann hafi tekið sér það leyfi. Af myndinni verður ekki annað séð en hið síðarnefnda hafi einmitt gerst og vekja þessar aðfarir upp þá spurningu hvort í fátækrahverfum Madras gildi einhverjar aðrar reglur um friðhelgi einkalífs og heimilis, en í miðbæ Reykja- víkur? Annað dæmi er bílferð myndatökumannsins að kvöldlagi um Madras. Við fáum að sjá einstaklinga og fjölskyldur hvílandi á gangstéttunum og er okkur sagt að þetta sé fólk sem á hvergi sínu höfði að halla. Myndatökumaðurinn beinir vélinni út um bílgluggann og er nokkrum sinnum stoppað til að ná myndum af fólkinu. Undir lok þessa myndskeiðs staðnæmist bíllinn um stund, við sjáum fullorðna konu rétta fram höndina, en í sömu andrá og bíllinn rennur af stað lætur konan höndina síga. Það þarf sjálfsagt ekki að taka það fram hvað framrétta höndin merkti. Börn eru notuð í myndinni Konan sem vildi breyta heiminum sem leið að hjarta áhorfenda og má finna fjölmargar íslenskar heimildarmyndir þar sem það er gert s.s Lesoto — Öðruvísi Afríka og Gambía: Ungafólkið í landinu. í myndinni Konan sem vildi breyta heiminum verða þáttagerðarmennirnir talsmenn barnanna, framtíðar Indlands. í myndinni segir t.a.m.: „Félagslegar aðstæður eru vissulega mismunandi [á Indlandi]. Sum börn eru af efnafólki, klæðast skólabúningum; meðan önnur betla á götum úti. Inni í fátæktarhverfunum blasir við vítahringur örbirgðar; foreldrunum eru bjargir bannaðar og börnin alast upp án þess að sjá nokkurntíma leið út. Matur er óvarinn og fiskurinn er breiddur til þerris þar sem hundar, hænur og börn láta frá sér saur. Flugurnar gera sér glaðan dag. Fólkið verður að komast af án allra nútíma þæginda. Það . . . eldar úti á gangstéttum og matast innan um skordýr og flugur. Sjúkdómar eru skæðir, ormaveiki, berklar og holdsveiki." Myndirnar yfir þessum töluðu orðum eru af ungri stúlku að betla og heldur hún á barni, svo er klippt á grátandi barn, barn að matast, barn að baða sig, o.s.fr. Kvikmyndafræðingurinn Claudia Springer (1987) heldur því fram í grein um hinn göfuga villimann í bandarískum kvikmyndum, að eitt af einkennum vestrænna kvikmynda sem fjalla um fólk í fátækari ríkjum, sé að það sé sýnt sem ómálga börn, raddlaust, og í ekki ósvipuðu sambandi við hin vestrænu ríki og foreldri á við börnin sín. Gengur umhyggjan jafnvel svo langt í myndinni Konan sem vildi breyta heiminum að þáttagerðarmennirnir 102 TMM 1995:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.