Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 110
leika uppgripanna heldur af áætlanagerð og langtímamarkmiðum. Líkt og önnur iðnríki fyrsta heimsins þá þarfnast íslenskt samfélag ekki lengur goðsagna um alþýðudugnað. Það þarfnast goðsagna um fjölhæft og sveigj- anlegt vinnuafl, aukna samkeppni og „rétta“ efnahagshegðun: hvernig á að spara og spenna á víxl, ekki síst þar sem ekki er lengur fyrir hendi næg vinna fyrir alla og samkeppni á mörkuðum verður sífellt harðari.2 Nýjar aðstæður í efnahagslífmu þrýsta á um að verktakavinna, hlutastörf og útboð taki við af fastráðningum og þessi þróun útheimtir nýja tegund stýringar, nýhugtök og nýjar goðsagnir. Þessi vinnutilhögun væri ekki framkvæmanleg nema því aðeins að traust umgjörð væri til staðar sem allir aðilar gætu reitt sig á og nokkurn veginn treyst að starfaði rétt. Til að þessar nýju áherslur í fram- leiðslu og stjórnun geti orðið að veruleika þarf öryggi og stöðugleika en ekki uppgrip og æði. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvort þessi stöðugleiki er raunverulegur eða aðeins stílbragð, endurtekið orð sem að endingu verður að einskonar veruleikaígildi. Það eina sem skiptir máli er að menn séu sannfærðir um tilvist hans. Stöðugleikinn vísar að sjálfsögðu til ákveðinna breytinga sem urðu í íslensku efnahagslífi í lok níunda áratugarins en hann er ekki síður hugsanaform. Hann er ekki síður frásögn af þeim forsendum sem nauðsynlegar eru til að ákveðið hegðunar- og efnahagslíkan fái starfað.3 Hann er einkonar þrep í siðvæðingarferlinu, kennsluáætlun sem á að bæta efnahagssiði heillar þjóðar og beina óforsjálni og efnistrú uppgripanna inn á nýjar og „skynsamari“ brautir forsjálni og sparnaðar (ekki síst þar sem frumforsenda uppgripanna: næg atvinna fyrir alla, líka fyrir ómenntaða alþýðuna, er horfin og kemur sjálfsagt aldrei aftur). Það er fyrir löngu orðið aukaatriði hvort stöðugleikinn vísar yfirleitt til hins raunverulega efnahags- ástands eða ekki. Hann er einfaldlega orðinn að framsetningarmáta. Hann er orðinn að mest notaða hugtaki hinnar stjórnmálalegu og efhahagslegu orðræðu samtímans, að kjarnaorði tíunda áratugarins, og sem slíkur er stöðugleikinn ekki aðeins efnahagslegur. Stöðugleikann er að finna í allri hugsun samtímans um samfélagið og menninguna eins og ljóslega sést af skáldsögum ársins 1994. Þessar skáldsögur segja allar ffá þessum nýju sam- félagsaðstæðum og þessu nýja tungutaki. Hér verður fjallað um fjórar þeirra út frá þessum sjónarhóli: Kvikasilfur eftir Einar Kárason, Þetta eralltað koma effir Hallgrím Helgason, í luktum heimi eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur og Augu þín sáu miy eftir Sjón. 108 TMM 1995:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.