Norðurljósið - 01.01.1976, Side 112
112
NORÐURLJÓSIÐ
En málið skortir, sem skapar hið sérstæða samfélag mannanna,
jafnvel þó að þeir eigi sér ekkert ritmál.
Maður, sem endurfæðist, eignast hið sérstæða samfélag við
Guð, sem aðrir en hinir endurfæddu geta ekki þekkt.
Hvað gerist, þegar maðurinn endurfæðist?
1. Hann fæðist af óforgengilegu sæði fyrir orð Guðs, sem
lifir og varir.“ (1 Pét. 1.23.). Guð setti það náttúrulögmál, að
lifandi verur geta afkvæmi eða fjölgar með þeim hætti, að af-
kvæmið er í sömu mynd og foreldrarnir. Hestar geta ekki af sér
nautpening né sauðfé hunda. Ekki gjóta kettir hvolpum né
verpir hrafninn lóueggjum. Allt er sundurgreint eftir tegundum
sínum Sama regla gildir í jurtaríkinu. Epli spretta elcki á vín-
viði. Af þessum lögmálum leiðir það, að Guð, sem ávallt lifir,
hefir gefið hinum endurfæddu það líf, sem aldrei getur liðið
undir Iok, orðið að engu. Þeir eru getnir af Guði (Jóh. 1.13.).
2. Hann er útvalinn. Páll postuli ritaði kristnum mönnum í
Þessaloníku: „Vér vitum, bræður, elskaðir af Guði, að þér eruð
útvaldir.“ I síðara bréfinu ritar hann: „En skylt er oss að þakka
Guði ávallt fyrir yður, bræður, elskaðir af Drottni, að Guð hefir
frá upphafi útvalið yður til frelsunar í helgun Andans og trú á
sannleikann.“ (2 Þess. 2.13.).
Útvalning útvalins manns var gerð löngu fyrr en hann fæddist.
Og samkvæmt því, sem ritað er í bréfi Páls til Rómverja, 9. kafla
og 11. grein, þá er „útvalningar-fyrirætlun Guðs óháð verkunum
og öll komin undir vilja þess, sem kallar.“ Þjóðerni, kynferði,
menntun, verk koma ekki til álita. Heldur ekki vilji mannsins.
Hún er öll „komin undir vilja þess er kallar.“
Útvalningin fór fram „fyrir grundvöllun heimsins11. Guð „út-
valdi oss í honum (Kristi), til þess að vér værum heilagir og lýta-
lausir fyrir honum í kærleika.“ (Efes. 1.4.).
Útvalning útvalins manns er „ekki eftir verkum vorum, held-
ur eftir eigin fyrirhugun (Guðs) og náð, sem oss var gefin fyrir
Jesúm Krist frá eilífum tímum.“ (2 Tím. 1.9.).
Mun það geta komið fyrir, að útvalinn maður glatist, fyrst
útvalningin er óháð verkunum? Má hann því syndga eins oe
honum sýnist? Þessu verður svarað síðar.
3. Hann er réttlættur. „Allir hafa syndgað,” er yfirlýsing Guðs
í orði sínu. (Róm. 3.20.). Allir eru sekir fyrir Guði. Hvað getur
réttlætt þá? „Þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir
endurlausnina, sem er í Kristi Jesú.“ (Róm. 3.24.). Endurlausn
Krists er sú ástæða, sem Guð notar, til að réttlæta þá, sem trúa