Andvari - 01.01.1970, Page 5
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON:
JÓNAS JÓNSSON
FRÁ HRIFLU
lónas jónsson var fæddur 1. maí 1885 að Hriflu í Ljósavatnshreppi í
Suður-Þingeyjarsýslu.
Foreldrar Jónasar voru þau Rannveig Jónsdóttir frá Gvendarstöðum í
Köldukinn og Jón Kristjánsson frá Sýrnesi í Aðaldal. Ætt Jónasar lýsti
sveitungi hans, Jón Sigurðsson í Yztafelli, svo: „Ætt hans er gamalkunn
og í ágætum metum. Foreldrarnir skyld, en annars er móðurættin kunn-
ari. Jónas er mest líkur móður sinni. Hún var frá Gvendarstöðum í Kinn,
hefur ættin húið þar í rneir en 150 ár og er þar enn. Það fólk allt er hraust,
með fasta skapgerð, nokkuð stórlynt, en vinfast og drenglynt, vel gefið, sumt
með afburða gáfur“ (Tíminn 1. maí 1935).
Rannveigu Jónsdóttur, móður Jónasar, er svo lýst, að hún hafi þótt höfð-
ingskona, vel gefin til munns og handa, stillt í allri framkomu, en fann
sárt til með öllum, sem beittir voru yfirgangi og rangindum. Hún hafði
áður verið gift Friðriki Grímssvni frá Krossi í Köldukinn, en misst hann
sviplega frá tveimur börnum, Grími og Helgu. Jón Kristjánsson, faðir
Jónasar, hafði alizt upp með móður sinni, Sigurbjörgu Pálsdóttur frá
Brúnagerði í Fnjóskadal, en hún giftist aldrei, og var Jón einkabarn hennar.
Hún var með son sinn í vist á ýmsum stöðum, en ungur gerðist hann fjár-
maður og kunni svo vel því starfi, að hann leitaði helzt vistar á þeim bæj-
um, þar sem drýgst var vetrarbeit. Hörð uppvaxtarár i striti og munaðar-
leysi munu vafalítið hafa sett á hann mark sitt, en hann var jafnan hæg-
látur og jafnlyndur, fremur kaldranalegur í fasi, en skýr vel, bókhneigður
og orðheppinn, enda voru mörg tilsvör hans í minnum höfð. Þau Rann-
veig og Jón giftust 1877 og voru á ýmsum stöðum, unz þau fluttust að
Hriflu vorið 1882. Hrifla, sem var hjáleiga frá Ljósavatni, var þá talin
lítil jörð, engjalaus og túnið lítið og kargaþýft. Þar var hrörlegur torf-
bær, og endurreisti Jón hann fljótlega. í Hriflu bjuggu þau hjón nær fjóra