Andvari - 01.01.1970, Síða 8
6
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ANDVARl
öll sumur, og einn vetur dvaldist hann i Hriflu, er Kennaraskólanum var
lokað vegna eldsneytisskorts. Jón faðir hans lézt haustið 1919, en Rannveig
móðir hans sumarið 1925. Jónas skrifaði henni oft. Hún lét svo fyrir mælt,
þegar hún fann dauðann nálgast, að bréf Jónasar yrðu látin undir höfuð
sér í kistunni. Það var gert, og verða þau því aldrei notuð sem heimild.
Þegar Jónas frétti, að hverju stefndi með veikindi hennar, fór hann með
skipi til Austfjarða, en reið þaðan norður vfir fjöll, en um fljótfarnari leið
var þá elcki að ræða. Móðir hans lézt daginn áður en hann kom að Fremsta-
felli, en þar hafði hún dvalizt hjá Kristjáni syni sínum.
Jörðin Ifrifla, þar sem Jónas var fæddur og uppalinn, er á krossgötum
þingeyskra hyggða með víðsýni til allra átta. Jón Sigurðsson í Yztafelli hefur
lýst staðháttum þar á þennan veg: „Bærinn í Hriflu stendur á miðju, breiðu
undirlendi. Hraun er á tvo vegu frá hænum með kjarngóðum gróðri og
ágætum skjólum. — Við undirlendið eru dalamót. Fjórir dalir með átta
grónum hlíðum hlasa við af hlaðinu, skógar, hrís, víðir, lyng og engja-
teigar á láglendi og í fjöllum upp á brúnir. Bærinn er við þjóðveg, skammt
að fara, og sjálfsagðar samgöngur og viðskipti við fjóra hreppa, sem teygja
hornin í námunda við Hrifluland. — Og þó er landið afgirt og afmarkað,
sérstætt. Öðrum rnegin Skjálfandafljót, í hamragili og hrynjandi fossum.
Hinurn megin Djúpá, sem bregður í bugðum um iðgrænt valllendi. Morgun-
sólin slær gulli og purpura á reykinn úr Goðafossi. Kvöldsólin stafar silfur-
stölum á Ljósavatn“ (Tíminn 1. maí 1935). Hið víða útsýni, sem er frá Hriflu
til blómlegra dala og blárra fjalla, mun hafa átt ríkan þátt í trvggð Jónasar við
fæðingarjörðina. Hann lét sér ekki nægja að kenna sig við hana, eins og
frægt er. LTm 1930 var Hrifla komin í eyði. Jónas hafði nokkrum árunr áður
eignazt hana. Hann ákvað nú að gefa hana Ljósavatnshreppi og lét fylgja
talsverðan sjóð til bústofnunar og endurbyggingar á jörðinni. Síðan hefur
Hrifla tekið stöðugum framförum. Þar er nú ágætlega hýst, mikið tún og
góður búskapur.
Æskusveit Jónasar, Kaldakinn, gengur frá Skjáifandafljóti inn í miðja
Suður-Þingeyjarsýslu. Segja má því, að þar hafi mætzt þær tvær félagsmála-
hreyfingar, sem gerðu garðinn frægan hjá Þingeyingum á síðari helmingi
19. aldar, önnur hafði sprottið upp við austanverðan Eyjafjörð undir for-
ustu Tryggva Gunnarssonar og Einars Ásmundssonar í Nesi, en hin í upp-
sveitum sýslunnar undir forustu þeirra Gautlandafeðga, Jóns Sigurðssonar