Andvari - 01.01.1970, Side 10
8
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ANDVARI
ruddu samvinnulireyfingunni braut á Islandi. En Þingeyingar voru ekki
síður framarlega á andlega sviðinu á þessum tíma, því að sjaldan hefur
nokkurt héraS átt eins mikiS af góSum skáldum og Þingeyjarsýsla á upp-
vaxtarárum Jónasar. Þar nægir aS minna á GuSmund FriSjónsson á Sandi,
Þorgils gjallanda, Jón Þorsteinsson og SigurSur Jónsson á Arnarvatni,
IndriSa Þórkelsson á Fjalli, Fluldu og Sigurjón FriSjónsson, aS ógleymd-
um Jóhanni Sigurjónssyni. Jónas dáSi jafnan þessa félagsmálafrömuSi og
skáld Þingeyinga, og honum varS enn ljósara, þegar hann fékk kynni af
öSrum þjóSum, hve rnerk og traust hin þingeyska alþýSumenning var.
Flann varS aS sjálfsögSu fyrir áhrifum af ýmsu því, sem hann sá síSar ungur
í langri námsdvöl sinni erlendis, en kjarninn í öllum kenningum hans var
eigi aS síSur sá, aS Islendingum hæri aS standa trúan vörS um þann félags-
anda og andlegu menningu, sem hann hreifst af ungur í Köldukinn og
Þingeyjarsýslu, og bæta aSeins því viS, sem vel hefSi gefizt annars staSar
og íslendingar hefSu enn ekki lært. Þessi sterku æskuáhrif entust honum
alla ævi, og hann rækti til hinztu stundar tengslin viS ættarsveitina og
ættarhéraSiS af óbilandi kostgæfni.
I grein, sem Jónas Þorbergsson skrifaSi um Jónas Jónsson fyrir lands-
kjöriS 1922, segir hann frá þvi, aS ,,í æsku þótti hann snemma hneigjast
fremur til bóklegra en verklegra efna, en var hægfara og stilltur vel og
ekki svo hráSger sem margir myndu nú ætla aS veriS hefSi“ (Tíminn 26.
tbl. 1922). Ovenjulegar gáfur hans komu þó brátt í ljós eftir aS hann hóf
nám aS ráSi. Jónas Þorbergsson segir í áSurnefndri grein, aS Jónas hafi
fengiS undirbúningsmenntun hjá barnakennara einum, öldruSum manni
og gáfuSum, og hafi hann sagt, aS „Jónas hafi skaraS fram úr öllum sín-
um nemendum, bæSi aS greind og næmi.“ Sá kennari, sem hér um ræSir,
mun hafa veriS Brynjólfur Magnússon, en hann kenndi á vetrum suSur
í Leiru, en vann sem kaupamaSur nyrSra á sumrum og var m. a. eitt
sumar í Hriflu. Brynjólfur fékk mikiS dálæti á Jónasi og bauS honum
aS dveljast hjá sér vetrarlangt viS ýmis létt störf, en hét honum nokkurri
tilsögn í staSinn. Jónas þá boSiS, en hann var þá sautján ára gamall. Hann
fór um haustiS meS skipi frá Flúsavík til Reykjavíkur og dvaldist hjá
Brynjólfi í Leiru vetrarlangt (1902—03). Llm voriS fór hann gangandi til
Reykjavíkur og dvaldi þar í nokkra daga áSur en hann fór meS skipi til
Flúsavíkur. Þetta var fyrsta för Jónasar út í heiminn, og hefur hún vafa-