Andvari - 01.01.1970, Qupperneq 11
ANDVARl
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU
9
laust ýtt undir þaS, að hann leitaði sér meiri menntunar. Um haustið hóf
hann nám við Möðruvallaskóla, sem raunar hafði þá verið fluttur til
Akureyrar, því að skólahúsið á Möðruvöllum brann árið áður. Til frekari
undirbúnings skólavistinni á Akureyri fékk Jónas tilsögn hjá Asgeiri Finn-
bogasyni, hróður þeirra Guðmundar landsbókavarðar og Karls skólastjóra,
en Ásgeir hafði af eigin ramleik aflað sér góðrar menntunar. Ásgeir fór
til Ámeríku, og varð það hlutskipti Jónasar mörgum árum síðar (1910)
að taka á móti honum, er hann sneri heim með banvænan sjúkdóm, og
sjá um sjúkrahúslegu hans og útför, en bræður Ásgeirs voru þá ekki í
Reykjavík. Jónas reit um Asgeir fyrstu eftirmælagreinina, sem hann skrif-
aði, og eina hina beztu (Isafold 28. maí 1910).
Ásgeir Finnbogason hefur bersýnilega reynzt Jónasi góður kennari, en
það er í frásögur fært, að í byrjun enskukennslunnar í Möðruvallaskóla
hafi Jón Hjahalín skólameistari rætt við Jónas á ensku. Þar kom fram
snemmhorið sjálfsöryggi Jónasar, er sýndi sig einnig í því, að hann varð
brátt forustumaður meðal skólafólksins, m. a. formaður skólafélagsins síð-
ari veturinn. Þorsteinn M. Jónsson, sem var bekkjarfélagi hans, segir hann
hafa „eignast brátt marga vini í skóla, en líka nokkra andstæðinga. Ef vinir
hans voru móðgaðir hefndi hann fyrir þá“ (Dagur 1. maí 1945). Náms-
maður reyndist Jónas mikill. Hann var efstur hekkjarfélaga sinna við hurt-
fararpróf og fékk ágætiseinkunn í öllum námsgreinum nema dável í dönsku,
en það var næsthæsta einkunn. Þorsteinn M. Jónsson segir í áðurnefndri
grein, að Jón Hjaltalín hafi sagt eitt sinn, þegar rætt var um Jónas: „Hann
er þyngsti lax, sem komið hefur á minn öngul.“ Bernharð Stefánsson, sem
var í fyrsta bekk, þegar Jónas var í öðrum bekk, minnist hans á þessa leið:
„Hann var forustumaður okkar nemenda í öllum félagsmálum okkar. Dáð-
ist ég þá mjög að honum“ (Bernharð Stefánsson I, bls. 56).
Jónas var tvítugur, þegar hann brautskráðist frá Möðruvallaskóla. Það
sýnir álit sveitunga hans á honum, að næsta vetur (1904—05) var honum
falin umsjá unglingaskóla á Ljósavatni, er séra Sigtryggur Guðlaugsson
hafði komið á fót og stýrt fram að þessu, en hann fluttist úr héraði um
þetta leyti. Þótt Jónasi tækist kennslan vel, stóð liugur hans til meiri
menntunar. Samkvæmt því, sem séra Árni Jónsson sagði frá í þingræðu
(sjá síðar), mun Jónas hafa haft hug á námi við menntaskólann í Revkja-
vík, en inngönguskilyrði m. a. staðið í veginum. Á þeim tíma var líka að