Andvari - 01.01.1970, Qupperneq 15
ANDVAIU
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU
13
aði hann lítt geði við íslenzka stúdenta þar, enda munu þeir liafa haldið
hópinn og lítið umgengizt aðra landa. Þó kynntist hann tveim þeirra vel
þennan vetur. Annar þeirra var Sigurður Nordal, og leiddu kynni þeirra
m. a. til þess, að þeir ferðuðust saman urn Þingeyjarsýslur sumarið 1909,
og hélzt síðan með þeim vinátta langa hríð. Hinn var Guðjón Baldvins-
son frá Böggvistöðum í Svarfaðardal, náfrændi Jóhanns skálds Sigurjóns-
sonar og sennilega eitt mesta foringjaefnið í íslenzka stúdentahópnum
þá, en sökum vanheilsu varð hann að hætta námi skömmu síðar og dó löngu
fyrir aldur fram 1911. Hann hafði lesið mikið um félagsmál og var rót-
tækur í skoðunum, einkum varðandi trúmál og skáldskap, en lét sig einnig
félagsmál miklu skipta og var ákveðinn alþýðusinni. Hann virðist hafa
haft mikil áhrif á þá ungu menn, sem hann umgekkst, og farast Þórólfi
Sigurðssyni frá Baldursheimi svo orð um hann, að ,,orð hans og skoðanir
snertu okkur eins og glóandi járn“ (Norðlenzki skólinn, bls. 413). Guðjón
virðist hafa haft veruleg áhrif á Jónas, og sama gilti um Olaf Friðriksson.
Ljóst er einnig, að Guðjón hefur fengið miklar mætur á Jónasi, eins og síðar
verður sagt frá.
Þennan vetur, sem Jónas dvaldi í Kaupmannahöfn (1907—08), sat
uppkastsnefndin svonefnda að störfum í borginni, og fylgdust margir
íslenzkir námsmenn þar vel með störfum hennar. En Jónas var ekki í
þeim hópnum og lét þessi mál sig nálega engu skipta. „Kunningsskapur
okkar er svo gamall," sagði Sigurður Nordal einu sinni, ,,að ég man vel
eftir Jónasi Jónssyni, sem ekki kærði sig nokkurn skapaðan hlut um póli-
tík-' (Nýtt og gamalt LXXIX). En þótt Jónas hefði ekki áhuga á íslenzkri
stjórnmálabaráttu, eins og hún var þá, mun hann eigi að síður hafa verið
farið að dreyma um hlutdeild sína í viðreisn lands og þjóðar, því að hann
segir við Sigurð Nordal, þegar þeir hittast í Berlín 1908, ef til vill bæði
í gamni og alvöru: ,,Eg ætla að skipuleggja sigurinn" (Jónas Jónsson frá
Hriflu, bls. 65). Af eldri Islendingum, sem dvöldust í Kaupmannahöfn,
kynntist Jónas lítillega þeim Valtý Guðmundssyni og Boga Melsteð. Jónas
hafði á unglingsárum sínum haft vissa samúð með Valtý, sökum fram-
faraáhuga hans á ýmsum sviðum, þótt sveitungar Jónasar væru undan-
tekningarlítið heimastjórnarmenn. Fyrir áeggjan Valtýs skrifaði hann Eim-
reiðargreinina um skólann í Askov. Kynni hans við Boga Melsteð urðu
að því leyti afdrifarík, að Bogi kom honum í kynni við þýzkan jarðfræð-