Andvari - 01.01.1970, Síða 18
16
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ANDVARl
ingakennslan aðalstarf hans. Hann annaðist hana að öllu leyti að undan-
skildum reikningi og kristnum fræðum. Þá kenndi hann náttúrufræði og
sögu í 1. og 2. bekk. Æfingakennslunni hagaði hann mest á þann hátt, að í
fyrstu sagði hann börnunum sjálfur til og lagði síðan á ráðin urn kennslu
þeirra. Hann kenndi mest í fyrirlestrum og samræðum, en notaði náms-
bækur aðeins til stuðnings. I þessu fólst mikil breyting frá því, sem þá
tíðkaðist mest, en höfuðáherzla var þá lögð á yfirheyrslur á lesnu efni.
Þá lét Jónas nemendur leggja miklu meiri stund á íþróttir og böð en áður
hafði þekkzt. Oft fór hann gönguferðir með börnin um nágrennið og
skýrði fyrir þeim náttúrufyrirbrigði og sögustaði. Kennsla hans var lifandi
og beindist að því að vekja áhuga nemenda á efninu og umhverfi sínu.
Svafa Þorleifsdóttir, sem var nemandi hans fyrsta veturinn, sem hann
kenndi í Kennaraskólanum, minntist kennslu hans á þessa leið: “Við
sem elzt vorum í 3. bekk, vorum á svipuðum aldri og Jónas, enda um-
gekkst hann okkur fremur sem jafningja en nemendur. Var honum það
sízt til álitshnekkis meðal okkar. Hafði Jónas frá mörgu að segja, sem
okkur var aufúsa á að hlýða, enda auga hins unga gáfumanns glöggt, bæði á
það, sem vel mátti fara, og eins hitt, sem miður fór. Vakti hann athygli
okkar á ýmsurn göllum og veilum hjá okkar eigin þjóð og sagði frá, hvernig
hann teldi, að úr mætti hæta, og benti á fordæmi annarra þjóða í ýms-
um efnum. Er fullvíst, að viðræður þessar vöktu og styrktu áhuga okkar
á ýmsum vandamálum þjóðfélagsins" (Kennaraskóli íslands 1908—1958,
hls. 188—189). Öhætt er að segja, að Jónas varð mjög vinsæll meðal nem-
enda sinna, hæði hinna eldri og yngri, enda urðu margir þeirra síðar
traustir liðsmenn hans, þegar út í stjórnmálabaráttuna var komið. Alls
kenndi Jónas við Kennaraskólann í 9 ár, 1909—1918, en kennsla féll
raunar niður síðasta árið vegna eldsneytisskorts. Þann vetur dvaldist hann
í Hriflu.
Jónas taldi þær kennslubækur, sem barnaskólarnir studdust þá við,
harla ófullkomnar, og hófst hann því handa um að rita nýja Islandssögu,
sem byggðist á fyrirlestrum hans og samræðum við nemendur. Þessi saga
hans kom á prenti í tveim heftum á árunum 1915—1916. Jónas Kristjáns-
son segir svo um þessa bók Jónasar:
,,Islandssagan er rituð með sérstökum málblæ og ekki að öllu leyti lík
öðrum ritum Jónasar. Þar runnu saman tveir þættir, og voru báðir af