Andvari - 01.01.1970, Síða 20
18
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ANDVARI
fræði sunnanlands og stýrði um skeið mjólkurbúi Ljósvetninga, en var á
vetrum heimiliskennari á ýmsum bæjum í Bárðardal. Þau Guðrún og
Jónas felldu hugi saman, og hélt hún með honum um haustið suður til
Reykjavíkur. Næsta vetur notuðu þau til að undirbúa utanför, en þau
höfðu ákveðið, að Guðrún skyldi dveljast árlangt í Bretlandi, en Jónas
vera í Frakklandi um sumarið til að auka frönskuþekkingu sína. Fyrir at-
beina Guðmundar Finnbogasonar komst Jónas í kynni við amerískan lækni,
sem bjó í París og var að lesa íslenzku og kynna sér íslenzkar bókmenntir.
Bjó Jónas hjá honurn um sumarið, en þegar hann hélt beim um haustið,
buðu þau læknishjónin Guðrúnu að dveljast hjá sér um veturinn. Þáði
hún boðið, en hún hafði verið um sumarið í Bretlandi. Þegar Guðrún
kom heim um vorið, hafði Jónas útvegað þeim húsnæði við Skólavörðu-
stíg hjá foreldrum Guðjóns Samúelssonar, og var það upphaf að ævilöng-
um kunningsskap þeirra Guðjóns og Jónasar. Þá um vorið (1911) gaf séra
Friðrik Friðriksson þau Guðrúnu og Jónas sarnan í hjónaband í húsi
Kristilegs félags ungra manna. Hjónaband þeirra varð gæfuríkt, eins og
síðar mun verða vikið að.
Það mun hafa verið haustið 1909, að Jónas Jónsson skrifaði fyrstu
ádeilugrein sína. Hún vakti slíka athygli, að hann varð þjóðkunnur mað-
ur. Grein þessi birtist í þremur tölublöðum Ingólfs og fjallaði um bóka-
útgáfu Jóhanns Jóhannessonar, en hann gaf út þýddar skáldsögur, sem
höfðu hlotið miklar vinsældir (Kapitola, Valdimar munkur, Hinn óttalegi
leyndardómur o. fl.). Jónas réðst á þessa útgáfu með miklum fordæmingar-
þunga. Jóhann höfðaði meiðyrðamál gegn Jónasi fyrir greinina og fékk
hann dæmdan í 60 króna sekt. Þegar Jónas kom til að greiða sektina, höfðu
tveir þeir bókaútgefendur, sem þá voru taldir gefa út vandaðastar bækur,
greitt hana. Ekki stöðvaði Jónas sölu á bókum Jóhanns með grein sinni,
en hún vakti eigi að síður mikla athygli á höfundinum, eins og sést á því,
að Guðmundur á Sandi sendi honurn kveðju í Ingólfi, og segir þar m. a.:
Dómgreind þín og magnað mál,
manns úr bingi voru,
hugsun minni í hugljúit bál
lileypa öðru hvoru.