Andvari - 01.01.1970, Qupperneq 21
ANDVARl
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU
19
Grein þessi varð örlagarík Jónasi á fleiri vegu. Hún átti þátt í því, að
Guðbrandur Magnússon, sem var nýkosinn sambandsstjóri Ungmenna-
félags íslands, sneri sér nokkru síðar til Jónasar og réð liann ritstjóra að
blaði ungmennafélaganna, Skinfaxa. Sú ákvörðun varð mjög afdrifarík
bæði fyrir ungmennafélögin og Jónas sjálfan.
Ungmennafélögin höfðu starfað um nokkurt skeið, þegar Jónas tók
við ritstjórn Skinfaxa, en bvorki þau né blaðið náð mikilli útbreiðslu. Skin-
faxi bafði komið út í bálft annað ár. Ábugasamir og velviljaðir menn
böfðu stjórnað blaðinu og rætt í því ýmis gagnleg æskulýðsmál. Blaðið
hafði samt ekki náð verulegri hylli og nokkur merki um óánægju komið
í ljós. Veigamesta orsökin hefur vafalaust verið sú, að ungmennafélögin
voru í eðli sínu engin hversdagsleg æskulýðshreyfing, heldur fólst í þeim
alhliða vakning unga fólksins. Það var áhuginn á hinum félagslegu vanda-
málum, sem brann heitast í hugum flestra áhugasömustu forvígismanna
félaganna, þótt hann á fyrstu árunum bryti sér farveg í ópólitískum fé-
lagsskap. Þeir fundu, að fjölmörg bagsmunamál voru í fyllstu vanhirðu,
kraftar þjóðarinnar eyddust meira í baráttu um formsatriði en að á kæm-
ust raunhæfar umbætur. Áhrifum hinnar nýbyrjuðu atvinnubyltingar við
sjávarsíðuna var lítill gaumur gefinn, og blutur hinna máttarminni þegna
þjóðfélagsins var hafður út undan. Þessi mál höfðu verið lítið rædd til
þessa og skoðanir um úrlausnir þeirra verið mjög á reiki, ekki sízt meðal
yngri mannanna, sem þó fundu mesta þörf umbótastarfsins. Ungmenna-
félögin vantaði leiðsögumann til að skýra þessi mál, móta viðhorfið til
þeirra og varða veginn, sem fara skyldi.
Jónas Jónsson hafði flest skilyrði til að verða slíkur forustumaður.
Hann var gæddur skörpum og hugmyndaríkum gáfum og miklum áhuga
umbótastarfsins. Uppvöxtur hans við erfið kjör í sveit hafði kennt hon-
um að finna þörf umbótanna, en jafnframt að meta þá menningarkosti,
er sveitalífinu fylgja. Hann hafði með námsferðum sínum til helztu landa
Norðurálfunnar komizt í náin kynni við nýjungar og stefnur samtíðar-
innar og fengið þannig glöggt yfirlit um það, hvers þjóðinni var mest
vant. Sú kynning hafði engan veginn gert hann blindan aðdáanda hins
nýja tíma, heldur hafði hann gert sér grein fyrir ýmsum löstum hans,
eins og hinni skefjalausu auðhyggju, sem fylgdi stóriðjunni. Þess vegna
mótar hann þá stefnu fyrir ungmennafélögin í fyrstu Skinfaxagrein sinni,